Enn einn naglinn

Enn einn naglinn hefur verið rekinn í líkkistu evrunnar og skammt að bíða að smíði hennar sé lokið.

Það er í sjálfu sér ekki svo há upphæð sem Rothschild lávarður hefur ákveðið að nota til að taka stöðu gegn evrunni og mun sú upphæð ekki skipta sköpum fyrir gjaldmiðilinn. Það er hins vegar gjörðin og hver að henni stendur, sem skiptir máli.

Sá orðrómur hefur lengi verið að Rothschild fjölskyldan stjórni heimnum bak við tjöldin. Hvort það er rétt er svo annað mál, en þessi orðrómur lifir og margir sem honum trúa, einkum meðal þeirra sem höndla með peninga. Því er nokkuð öruggt að fleiri munu fylgja lávarðinum eftir og taka stöðu gegn evrunni. Enn fleiri munu þó sennilega losa sig alfarið við öll sín viðskipti í evrum. Sú þróun er reyndar hafin fyrir nokkru, en sennilega mun hraði þeirrar þróunnar aukast mjög við þessa gjörð lávarðarins.

Ríkisstjórn Íslands sækir þó stýft í að komast í samstarf evruþjóða og taka upp evru sem lögeyri fyrir Ísland. Þetta er nokkuð á skjön við þá þróun sem hefur verið á evrusvæðinu, nokkuð á skjön við það hvernig aðilar utan evrusvæðisins umgangast evruna. En hér á landi má ekki einu sinni ræða þessi mál, evran skal tekin upp hvort sem hún verður lífs eða liðin!!

 


mbl.is Tekur stöðu gegn evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband