Þarf stór huga til...

Það þarf stórann hug, eða heimsku, til að koma fram fyrir alþjóð og halda því fram að hið besta mál sé að kasta hátt í hálfum milljarði króna á ári í rekstur tónlistahúss, á meðan skerðingar hafa stórskaðað heilbrigðiskerfið, meðan aldraðir og öryrkjar verða að sætta sig við skerðingar á sínum högum og meðan fjölskyldufólk berst í bökkum með sín stökkbreyttu lán.

Þingmaður sem heldur slíku fram þarf að vera sérstaklega hugaður, eða sérlega heimskur. Hvort á við í þessu tilviki læt ég lesendum um að dæma.

Það má vissulega segja að ákvörðun um byggingu þessa húss hafi verið misráðin. En tímar voru aðrir þá, menn óðu froðuféð upp í háls og allir voru sem í trans mammons. Ekki man ég til að Björn Valur, eða neinn annar úr liði VG hafi mótmælt þeirri ákvörðun á þeim tíma, enda jafn froðufellandi í trú sinni á mammon og aðrir landsmenn.

Enn stærri mistök voru þó þegar ákveðið var að halda áfram byggingu hússins, eftir að allt var komið til fjandans hér á landi. Sérílagi vegna þess að arfur þessa ævintýris útrásarvíkinga var kominn á hendur ríkis og borgar. Þá lá ljóst fyrir að gjörsamlega var útilokað að klára húsið án fjárausturs ríkissjóðs og enn síður að rekstur þess gæti gengið. Eins og svo oft, þá var beitt brögðum og stofnað sérstakt félag um bygginguna og það sagt fjármagna hana. Sú fjármögnun byggðist þó á lántöku sem auðvitað gerði enn klárlega reksturinn vonlausann. Það er ekki spurning hvort, heldur hvenær þetta ævintýri mun lenda af fullum þunga á skattgreiðendum.

En það er aldrei of seint að gera góða hluti og vissulega væri hægt að stöðva allann rekstur í húsinu. Þar sem ekki kemur til greina að hækka aðgangseyri að því, enda óvíst að nokkur listamaður kærði sig um að koma þar fram undir slíkum formerkjum, er eina leiðin að stöðva reksturinn. Hugsalega gæti einhver sýnt því áhuga að taka húsið á leigu, þó vandséð að nokkur vilji kasta sínu fé á glæ með þeim hætti.

Þetta hús, sem áhöld eru um hvort er fallegt, enda huglægt mat, gæti svo staðið sem minnisvarði þess rugls sem hér ríkti síðustu misseri fyrir hrun. Minnisvarði eða altari mammons!

Um gildi þessa húss fyrir menningu og listir geta menn talað endalaust. Ekki verður þó séð að nein stökkbreyting hafi orðið á því sviði þann tíma sem húsið hefur verið í notkun og næsta víst að þær greinar munu ekki hljóta mikinn skaða, ef nokkurn, þó húsinu yrði lokað. Enda er rót þessara greina ekki byggð upp af umgjörðinni, heldur innihaldi.

 


mbl.is „Saga Hörpu samofin sögu ruglsins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hef nokkrum sinnum komið í Hörpu þó til annarra erindagjörða hafi það verið en mér til skemmtunar. Enda er ég ekki viss um að mig langi til að reyna hafa það skemmtilegt þarna inni. Það er langt i frá að maður finni til vellíðunar þegar þarna inn er komið og húsið er hreinlega forljótt bæði að innan sem utan þó það sé önnur saga. Ég er fyllilega sammála því að nú sé tími til að stöðva þennan rekstur, a.m.k. um sinn. Við höfum ekki lengur efni á svona vitleysu að eyða fé í botnlausa hít. Það átti sitjandi ríkisstjórn að sjá og hafa vit á að hætta byggingu hússins þegar allt var komið í óefni. Björn Valur er náttúrulega eins og hann er og sjálfsagt fáir sem taka mark á hans skoðunum. Nú reynir hann að krafla yfir enn ein misstök ríkisstjórnar sinnar.

assa (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 10:23

2 identicon

Saga Hörpunnar er sannarlega samofin ruglinu í V(instri)G(eggjuðum). Katastroffa litla og Snati Skallagríms lögðu á foraðið og segjast hafa vitað FRÁ UPPHAFI (SIC) að ekki væri rekstragrundvöllur til staðar. Ef þetta flokkast ekki undir embættisafglöp og vítaverða sóun á almannafé, þá er slík háttsemi vandfundin! Ofan í kaupið er öll gjaldeyrisskapandi fjárfesting skipulega drepin í dróma. Ég vona að þau sjái með gleraugunnum og heyri með heyrnartækjunum, sem þau sköffuðu sér af almannafé í þinglok, þann dóm sem kjósendur fella næsta vor. Hann mun samt verða  ofar  þeirra  skilningi!

Almenningur (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 11:02

3 identicon

Saga Björns Vals Gíslasonar er samofin rugli. Hans verður lengi, já mjög lengi minnst sem mesta rugludallar þingissögunnar.

Björn (IP-tala skráð) 5.8.2012 kl. 11:17

4 Smámynd: Ellert Júlíusson

Það var náttúrulega búið að kaupa glerhjúpinn "vandaða" af Kínverjum...ekki vildu þau styggja þá!

Ellert Júlíusson, 5.8.2012 kl. 12:15

5 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Við erum í vondum málum hvað varðar það pakk sem er kosið á þig og virðist ætla að ná kostningu í næstu kostningum ens og fólk sé teymt með einhverjum ótrúlegum hættið til að viðhalda þessum viðbjóði sem stjórnun landsins er í dag!

Sigurður Haraldsson, 5.8.2012 kl. 19:02

6 Smámynd: corvus corax

"Þingmaður sem heldur slíku fram þarf að vera sérstaklega hugaður, eða sérlega heimskur," segir bloggari. björn valur er bölvuð heybrók þannig að hinn möguleikinn gildir í þessu tilfelli.

corvus corax, 5.8.2012 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband