"Vandi Bubba"

Nú veit ég ekki hvernig bílum Bubbi og Hrafnhildur aka á, en miðað við áhyggur hans af kostnaðnum má gera ráð fyrir að þau séu á bílum sem eyða ekki mjög miklu, kannski svona 7L/100km. Auðvitað er hægt að fá bíla sem eyða mun minna, en þetta er svona einhverskonar meðaltal og auðvelt að fá bíla í þeim eyðsluflokk, rúmgóða og örugga bíla.

Ef við gefum okkur að þau séu á bílum með þessa eyðslu, um 7L/100km, eru þau að aka daglega um 400 km. Nokkuð mikill akstur, en þau búa jú út á landi, eru landsbyggðarfólk.

Nú vandast málið. Miðað við svo mikinn akstur gæti reynst erfitt fyrir Bubba að eignast rafmagnsbíl sem ræður við svo mikinn akstur. Drægni rafbíla er misjöfn, frá 60km/hleðslu upp í allt að 150km/hleðslu. Eftir það þarf að setja bílinn í hleðslu í allt að 12 tíma! Bubbi stendur því frammi fyrir þeim vanda að þurfa að kaupa allt að fjóra bíla fyrir þau tvö, svo þau komist þessa 400 km á dag, að meðaltali.

Nú eru Bubbi og Hrafnhildur með fjölskyldu og því dugir þeim ekki að kaupa einhvern lítinn og ódýrann rafbíl. Þau þurfa væntanlega bíla í flokki meðalstórra bíla og þá hleypur verðið fyrst verulega upp.

Auðvitað gæti Bubbi keypt tvinnbíl, sambland af rafmagns og bensínbíl. Að vísu fer þá nokkuð af hagnaðnum, þar sem slíkir bílar eru að eyða nokkru af bensíni, reyndar meira en ásættanlegt er. Þá eru slíkir bílar oftar en ekki fjögurramanna, t.d. Chevrolt Volt.

Ofaná þetta þarf Bubbi svo að passa sig á að leggja fyrir í hverjum mánuði, sennilega vel yfir 250.000kr, svo hann eigi örugglga fyrir nýjum rafhlöðum í rafbílana sína. Reyndar er ekki vitað hver ending þessara rafhlaðna er ennþá, en framleiðandi t.d. Voltsins telur að hún gæti endst allt að 100.000km, við bestu aðstæður. Mun minni þar sem loftslag er kaldara en í Kaliforníu og Florida. Hver rafhlaða í slíkan bíl kostar um $15.000, eða tæpar 1,8 miljón úti í Ameríkuhrepp!! Bubbi þyrfti að kaupa eitt og hálft slíkt á ári, miðað við fyrri forsendur um akstur!

Ég skil vel að Bubbi telji sig vera kominn yfir sársaukamörk í eldsneytiskaupum. Þetta er hans gjald fyrir að teljast landsbyggðarmaður. Það eru margir sem eru komnir yfir þessi sársakamörk, allir sem eru háðir sínum bílum til alls, þ.e. allt landsbyggðarfólk, jafnvel þó eldsneytisreikningur þess nái ekki 200.000kr á mánuði, enda mjög margir sem ekki fá einu sinni slíka upphæð útborgaða við mánaðarmót. En vandinn verður þó ekki leystur með kaupum á rafbíl, þó vissulega þeir bílar eigi fullan rétt á sér. Enn sem komið er takmörk þeirra mikil og geta ekki leyst vanda landsbyggðafólks, auk þess sem tæknin er enn mjög dýr, sérstaklega rafhlöðurnar.

Ef Bubbi og Hrafhildur aka hins vegar minna en forsendur að ofan gera ráð fyrir, segjum t.d. 150km/dag að meðaltali, er ljóst að þau þurfa infaldlega að skipta sínum bílum út fyrir eyðsluminni bíla. Þau eru þá að aka á bílum sem eyða tæpum 19L/100km!!

Þá er vandi Bubba af allt öðrum toga!! Hann gæti þá lækkað sinn eldsneytisreikning niður í 75.000kr á mánuði, með því einu að skipta út bílum sínum fyrir bíla sem eyða um 7L/100km.

Fyrir verkamann er eldsneytisreikningur upp á 75.000kr á mánuði meira en hann getur sætt sig við, þó Bubbi finni fyrst fyrir sársauka þegar reikningurinn fer yfir 200.000kr á mánuði, upphæð sem er meiri en marrgur verkamaðurinn fær útborgað við mánaðarmót!! Margur verkamaðurinn, sér í lagi ef hann býr út á landi, verður þó að sætta sig við slíkann reikning og ekki hefur verkamaðurinn einu sinni efni á að hugsa um að eignast rafbíl. Sá bíll er einfaldlega of dýr, fyrir utan þá vankanta sem honum fylgir. 

Það er orðinn langur vegur milli Bubba og þeirra sem hann söng um á upphafsárum sínum. Langur vegur milli hans og þeirra sem gerðu för hans í gegnum lífið að því sem hann býr við nú!

 

 


mbl.is Eldsneyti fyrir 200 þús. á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband