Hrossakaup og baktjaldamakk

Það er sama hversu margir þingmenn Samfylkingar vilja gera eitthvað í málum lánþega, meðan Jóhanna og Steingrímur eru við stjórn verður ekkert gert.

Margrét og Þór þurfa þó ekki að örvænta, það verða komin loforð frá Jóhönnu fyrir helgi. Það hefur aldrei staðið á loforðum frá henni, einungis að standa við þau loforð. Og það mun Jóhanna ekki gera nú frekar en fyrri daginn.

En þingmenn Hreyfingar munu trú henni, aftur og aftur, hversu oft sem hún svíkur þau. Hvers vegna er ráðgáta!

Þór hefur uppgvötvað að ekkert er að marka skoðanakannanir, sennilega vegna þess að nú eru þær honum ekki hliðhollar. A.m.k. hefur hann verið duglegur að vitna í slíkar kannanir þegar niðurstöður þeirra eru honum hagstæðar.

Þór þykist geta skammað þingmenn Alþingis fyrir ístöðuleysi og að þeir séu ekki samkvæmir sjálfum sér. Það er spurning hvernig á þá að flokka þingmenn Hreyfingar, sem byrjuðu sína þingmennsku á að yfirgefa þann flokk sem kom þeim á þing, sem ítrekað hafa látið stjórnvöld draga sig á asnaeyrum og hafa með öllu yfirgefið þá stefnu sem þau voru kosin út á. Hafa tekið upp allan þann ósóma sem þau ætluðu að berjast geng, eins og hrossakaup og baktjaldamakk.

Skammir Þórs eiga ekki síst við hann sjálfann og samflokkskonur hans á Alþingi!!

 


mbl.is Skuldamálin að fara að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Samfylking og VG hef ég undanfarið farið að kalla Samspillta klósettið (eftir að WC varð endalegur geymslustaður alla kosningaloforða VG)

Eftirfarandi vísa datt í koll minn um daginn af þessum hugleiðingum.

Mest af lands-lýð mjög þykir það miður
Að VG í WC oss sturtuðu niður
Loforð og efndir nú allsstaðar lít
er í Samspilltu haughúsi drukkna í skít.

Óskar Guðmundsson, 18.5.2012 kl. 10:37

2 identicon

Frestur er á öllu bestur ... fyrir Hreyfinguna ... undarleg hreyfing það.

Jón og Gunna (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 00:35

3 identicon

Það er rétt sem Lilja segir á facebook, að þetta heyri til tíðinda:

"Hin svokallaða vinstristjórn viðurkennir nú að hún hafi tapað meirihluta á þingi!

Samið hefur verið við Guðmund Steingrímsson í Bjartri framtíð um samstarf og samningaviðræður standa yfir við þingmenn Hreyfingarinnar/Dögunar. Guðmundur Steingrímsson og þingmenn Hreyfingarinnar/Dögunar eru tilbúin að vinna gegn lýðræðinu og koma í veg fyrir lýðræðislegar kosningar.

Það fækkar óðum í hópi nýrra framboða sem eru raunverulegur valkostur við fjórflokkinn. Ég sé bara einn valkost, SAMSTÖÐU flokks lýðræðis og velferðar!"

Jón Jón Jónsson (IP-tala skráð) 19.5.2012 kl. 02:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband