Forsjárhyggja afturhaldsins

Ráðherra segir að ekki sé um annað hliðstætt nám að ræða. Hvað með vinnuvélaréttindi? Nú eða flugstjóra- eða skipstjóranám? Þetta er afbökun hjá ráðherra.

Þá er torskilið hvað búsetuskilyrði koma þessu námi við. Er ekki öllum innan landa EES samstarfsins heimilt að læra á bíl hér á landi? Er svo mikið vandamál ökunema frá öðrum löndum utan þess, að setja verði slíkar reglur? Er ekki einfaldast að gera ökukennurum skylt að fylgjast með hverjum þeir kenna og hvaðan nemendur þeira koma? 

Rökin um heilsufarsástæður eru skiljanlegar, en hefur heilsu landans hrakað svo undanfarið að setja þurfi sérstaka íþyngjandi reglur þess vegna? Væri þá ekki réttara að skoða hvað hefur farið úrskeiðis í heilbrigðiskerfinu?

Ráðherra talar mikið um að ítrekaðar kvartanir. Hvaðan koma þær? Kannski frá ökukennurum?

Þessi regla er ekkert annað en forsjárhyggja afturhaldsins og því miður hefur ráðherra heimildir til slíkra íþyngjandi reglugerða. Þetta er einungis upphafið, meira mun fylgja á eftir. Að lokum munum við þurfa að fylla út eyðublað og fá samþykki ráðherra eða einhverra af nefndum hans, áður en farið er á klósettið!!

 

 


mbl.is Námsheimild einsdæmi á Íslandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband