Staðreynd eða Samfylkingarblaður ?

Hvernig væri að fá upp gefið hvaða fyrirtæki þetta eru og hvð þau ætla að gera. Ef samningar þeirra er komin lengra en Alcoa og ef þau hafa sótt um lóðir, ætti varla að þurfa að halda þessum upplýsingum leyndum. Nema þetta séu einhverjir draumórar hjá ráðherra.

Eru þetta fyrirtæki í mengandi iðnaði? Eru þetta fyrirtæki sem kaupa næga orku til að vinnsla geti hafist og línur verði lagðar? Hvað er um mörg störf að ræða hjá þessum fyrirtækjum?

Varðandi það sem ráðherra kallar áhugaleysi Alcoa, þá er varla hægt að tala um áhugaleysi af þeirra hálfu, þegar notaðir hafa verið milljarðar til rannsókna og undirbúnings. Megnið af því fé hefur orðið eftir í landinu. Hvað hafa önnur fyrirtæki lagt til? Hvað hafa þau eytt miklu fé í landinu til rannsókna og undirbúnings.

Þar til Katrín Júlíusdóttir gefur upp hvaða fyrirtæki þetta eru og hvað þau ætla að gera, verður að líta þetta sem merkingarlaust blaður, í anda Samfylkingar!!

 


mbl.is 5 fyrirtæki vilja nýta jarðvarma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband