Sandkassaleikur VG

Það er búið að vera ágætis skemmtun að fylgjast með fréttum af flokkráðsfundi VG, sem nú stendur yfir.

Í byrjun var þetta svo sem ágætt en svo varð brandarinn alltaf meiri, eða sorglegri.

Vilja aðgerðir í húsnæðismálum. Fréttin fjallar um að lögð verði meiri áhersla á félagslegt kerfi íbúðarhúsnæðis. Svo sem ágætt, allt sem gerir fjölskyldum lífið auðveldara er gott. Hvort þessi leið sé til þess fallin er þó umdeilanlegt.

Fordæma aðgerðir NATO í Líbíu. Þarna skjóta VG liðar sig í fótinn. Flokkur þeirra er í ríkisstjórn, þeirri sömu og hefur gefið samþykki Íslands til NATO um aðgerðir í Líbíu. Þá er orðalag tillögunnar svo klaufalegt að ekki verður betur skilið en VG lýsi yfir stuðningi við Gaddafi.

Bann við hvalveiðar á Faxaflóa. Tillaga sem gengur gegn samþykkt Alþingis og greinilega lögð fram af hálfu þeirra laumukrata sem finnast innan VG.

Betra að hækka skatta. Hugmyndafræði VG er takmörkuð, það var reyndar vitað. Að einungis sé spurning um að hækka skatta eða draga saman í grunnþjónustunni, ber ekki merki mikils hugmyndaauðgi. Flestir sjá þó að fleiri kostir eru í stöðunni. Sá augljósasti er að stuðla að aukinni atvinnu í stað þess að hamla, en einnig má draga verulega saman í stjórnkerfi þjóðarinnar, fækka nefndum og ráðum og fækka því fólki sem fær greidd laun fyrir að ydda blýanta.

Fækka "orkueyðandi hraðahindrunum". Nú er verulega gaman, bullið farið að ná nýjum hæðum. Hvernig skal þetta gert? Hraðahindrun er í eðli sínu sett til að draga úr hraða. Til þess er eitthvað sett sem neyðir bílstjórann til að hægja á ferð. Allar slíkar takmarkanir leiða eðlilega til aukinnar eyðslu eldsneytis og mengunar.  Auðvitað eiga allir að aka á löglegum hraða og því ættu merkingar að duga, en svo er því miður ekki. Það hefði verið gáfulegra að bera fram tillögu um að allir ækju á löglegum hraða og brytu ekki lög.

Nú bíður maður spenntur eftir næstu frétt frá leikskóla VG, hvaða speki brýst næst fram af vörum þessa fólks!

Ekkert er þó rætt um ESB á fundinum. Það málefni er annaðhvort bannað eða þá að VG liðar hafa sætt sig við aðlögunarferlið.

 


mbl.is Fækki „orkueyðandi hraðahindrunum“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bravó!

pjakkurinn (IP-tala skráð) 27.8.2011 kl. 15:18

2 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

ekki verður betur skilið en VG lýsi yfir stuðningi við Gaddafi

Það væri svosem eftir þeim, en í textanum stendur reyndar "alþýða Líbýu"

Þetta með hraðahindranir er hinsvegar "tær snilld".

Guðmundur Ásgeirsson, 27.8.2011 kl. 16:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband