Eru línur loks að skýrast ?

Er línurnar á Alþingi loks að skýrast varðandi ESB aðildarumsóknina. Það er vonandi að svo sé!

Eða er þetta örvæntingarfull tilraun hjá Bjarna til að halda völdum innan flokksins?

Það er ljóst að eftir "ískalt mat" á icecave III, tók Bjarni afdrifaríka ákvörðun, ákvörðun sem margur sjálfstæðismaðurinn mun seint gleima. Sem betur fer var þó gripið fram fyrir hendur Alþingis og þjóðin látin ráða.

Frá því aðildarumsókn var lögð inn til ESB hefur margt breyst, bæði hér á landi en ekki síður innan ESB. Lissabonsáttmálinn hefur tekið gildi, en hann veitir ráðherraráðinu og framkvæmdaráðinu nánast alræði. Þetta lá að vísu fyrir þegar sótt var um aðild, en fæstir gerðu sér þó grein fyrir þeirri grundvallarbreytingu sem varð á ESB við gildistöku hans. Vægi smærri ríkja á evrópuþinginu mun minnka veruleg og flytjast til hinna stærri. Neytunarvaldið í ráðherraráðinu fellur niður, en það hefur verið sterkasta og í raun eina vopn minni ríkja innan ESB. Þetta leiðir af sér að minni ríki innan ESB verða algerlega máttvana og upp á þau stærri komin um allar ákvarðanir.

Þá hefur evran átt í miklum vanda, svo miklum að ekki er útséð hvort hún lifir af. Margir þeirra sem mestu völdin hafa innan ESB segja að eina leiðin til björgunar evruni sé enn meiri samruni. Að stofnað verði eitt stórríki Evrópu. Samkvæmt Lissabonsáttmálanum getur einfaldur meirihluti í ráðherraráðinu tekið þá ákvörðun upp á sitt einsdæmi. Vonandi eru þó ráðamenn þar ekki svo skyni skroppnir að fara þá leið, vonandi láta þeir þegna sína taka þá ákvörðun. Það er þó alls óvíst að þessi leið sé fær, þó fólkið vildi fara hana. Þetta er einungis eina vonin til bjargar evrunni. Margir hafa bent á að of seint sé að fara hana, að aukin sameining evruríkja hefði þurft að koma til um leið og evran var tekin upp. Að of seint sé að fæða barnið eftir að það er látið.

Hvað sem öðru líður þá er ljóst að sú mynd sem horft var til þegar sótt var um aðld er ekki lengur fyrir hendi, við blasir allt önnur mynd og svartari. Því er nauðsynlegt að samninganefndin fái endurnýjað umboð. Til þess er aðeins ein leið, að stöðva allar viðræður strax og draga umsóknina til baka og láta íslensku þjóðina kjósa um hvort halda beri áfram eða ekki.

Þau rök að ekki sé hægt að gera upp hug sinn fyrr en samningur liggi á borðinu og hægt að "kíkja í pokann", er alger fásinna. Það liggur fyrir hvað í boði er, einungis spurning um hversu langan frest við fáum í einhverjum málum. Þegar sótt er um aðild að samtökum eins og ESB liggur ljóst fyrir að sá sem sækir um aðildina hlýtur að ætla að aðlaga sig að þeim samtökum. Það er barnalegt að ætla að samtök 27 ríkja fari að aðlaga sig að umsóknarríkinu.

Vonandi fylgir Bjarni eftir þeim orðum sínum og stendur að því að umsóknin verði dregin til baka.

Samninganefndin og sérstaklega utanríkisráðherra hafa þegar fyrirgert rétti sínum til áframhaldandi viðræðna, með því að brjóta þá samþykkt sem þeim ber að fara eftir.


mbl.is Vill slíta aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband