Það er eitthvað stórkostlegt að !

Mikil umræða er í þjóðfélaginu um læknadóp. Frábærir þættir í Kastljósi undanfarna daga hafa komið þessari umræðu af stað og er það vel.

Um lausnir eru menn hins vegar ráðþrota. Talað er um miðlægan gagnagrunn og vissulega gæti slíkur grunnur hjálpað mikið, en leysir vandann á engan hátt.

Sú staðreynd að á einu ári (365 dögum) skuli einn læknir hafa ávísað 214.000 dagskömmtum af lyfjum til 372 einstaklinga sýna að miðlægur gagnagrunnur hefði litlu skipt í því dæmi. Þessi læknir ávísaði að meðaltali til þessara 372 einstaklinga rúmlega 575 dagskömmtum á 365 dögum!!

Menn geta svo spurt sig hvort vandinn liggi í vöntun á miðlægum gagnagrunni eða hjá þeim sem skrifa út lyfseðlana.

 


mbl.is Ávísuðu lyfjum fyrir 160 milljónir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Gunnar. Hvað finnst þér um að banna bara sjúkdóma!

Það eru hvort eð er sumir sjúkdómar á Íslandi nánast bannaðir af lyfjamafíustýrðu fjölmiðlunum! T.d. ADHD!

Skrifaði athugasemdir á bloggið hans Viggó, þar sem ég rökstyð mínar skoðanir, og vona að Viggó fyrirgefi mér að troða mínum skoðunum á annarra manna blogg!

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 31.5.2011 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband