Er komin hræðsla í bankana ?

Þessi aðgerð Landsbankans er góð, svo langt sem hún nær, sem er reyndar mjög stutt. Þetta er einungis brot af þeirri leiðréttingu sem rétt væri og sú staðreynd að sett er þak á hana og að þeir vextir sem þegar hafa verið endurgreiddir verði dregnir frá, gera það að verkum að niðurstaðan verður frekar rýr hjá lántakendum.

Ekki er þetta sett fram af hálfu bankans vegna þess að hann beri svo mikla ummhyggju til lánakenda, þetta er einungis sett fram vegna þeirra miklu skrifa sem orðið hafa um skýrslu fjármálaráðherra, þar sem hann lýsir því hvernig hann færði bönkunum á silfurfati þá fjármuni sem átti að nota til að létta lántakendum þá stökkbreytingu lána sem varð haustið 2008.

Mikil og hörð viðbrögð hafa verið vegna þessarar skýrslu, eðlilega, og bankinn orðið hræddur. Því er kastað fram einhverju smá beini í von um að hundarnir þagni smá stund!!

Meðan fjölskyldurnar svelta og fyrirtækin fara á hausinn, fitna bankarnir. Þetta getur auðvitað ekki gegið nema rétt á meðan bankarnir éta upp allar fjölskyldurnar og fyrirtækin, eftir að það hefur verið gert fara bankarnir auðvitað sömu leið. En aurapúkarnir geta ekki hugsað svo langt!


mbl.is Endurgreiða hluta af vöxtum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki gleðiefni? Viltu nú ekki bara reyna að vera smá happý með þetta bara?

óli (IP-tala skráð) 26.5.2011 kl. 17:59

2 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Steingrímur gaf skilanefndinni þ.e erlendu kröfuhöfunum peningana.

Ekki Landsbankans sjálfs.. þú þarft að gera á milli skilanefndar og bankans.

Þessi kenning hjá þér er því röng.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2011 kl. 18:46

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Kenningin er ekki röng Sleggja og Hvellur. Samkomulagið sem Steingrímur gerði er um að hver króna sem innheimtist umfram það sem lánasöfnin voru verðlögð á við millifærsluna, mun skiptast á milli skilanefnda gömlu bankanna (80%) og nýju bankanna (20%).

Það eru hins vegar nýju bankarnir sem sjá um að innheimta það fé svo segja má að 20% sé innheimtuþóknun. Þau 80% sem skilanefndirnar fá eru hins vegar beinn gróði fyrir þær.

Gleðiefni spyrð þú óli. Eins og ég sagði í upphafi bloggsins er þessi aðgerð góð, svo langt sem hún nær. Hins vegar er þetta bara brot af því sem þarf til að rétta hlut lántakenda.

Það á vissulega að þakka allt sem vel er gert og sjálfsagt mun þetta hjálpa einhverjum. En fyrir flesta er þetta glópahjálp sem engu mun skila.

Það sem er þó gleðilegast við þetta er að bankarnir skuli vera farnir að átta sig á að of langt var gengið þegar þeir plötuðu einfeldninginn Steingrím Jóhann Sigfússon!!

Gunnar Heiðarsson, 26.5.2011 kl. 19:53

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

þessi 80 20 kenning er bara í tilfelli arion banka.

Sleggjan og Hvellurinn, 26.5.2011 kl. 19:58

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

80 20 % Í tilfellum allra bankanna.

Eyjólfur G Svavarsson, 27.5.2011 kl. 00:13

6 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

getur ekki passað utaf landsbankinn er í eigu ríksins... ekki erlenda kröufhafa.

Sleggjan og Hvellurinn, 30.5.2011 kl. 19:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband