JÁ, SÆLL !!

Enn fer Þráinn Bertelsson, alþingismaður, styrkþegi og nefndarmaður Þingvallaþjóðgarðs, hamförum!

Nú ræðst hann á Þorgerði Katrínu. Þó vissulega megi margt segja um hennar þátt á þingi, er út í hött að nefna hana "kúlulána- og íhaldsbelju". Það er merkilegt að rithöfundur skuli ekki hafa þroskaðri orðaforða en þetta! Svo kallar þessi maður eftir virðingu við þingmenn!!

Annað hvort er Þráinn meðal þeirra 5% þjóðarinnar sem hann nefndi í fyrra, eða hann hefur tapað glórunni. Hvort heldur er, þá á hann ekkert erindi á Alþingi Íslendinga. Þó þjóðin telji aðeins rúmlega þrjú hundruð þúsund sálir, er alveg óþarft að vera með mann sem annaðhvort er sjúkur eða heimskur, sem þingmann fyrir okkur!

Þá segir Þráinn að fráleitt sé að hann geti lifað af þingfararkaupinu einu saman. Hvað með okkur hin sem þurfum að draga fram lífið af launum sem eru einungis fjórðungur þess?! Ekki getum við samþykkt styrki handa okkur sjálfum, eins og þingmaðurinn Þráinn gerði fyrir rithöfundinn Þráinn!

 

 


mbl.is Þráinn fer hörðum orðum um Þorgerði Katrínu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

    Það  væri gaman að ryfja það upp sem þessi náungi hefur látið frá sér fara í gegnum tíðina,um alþingismenn. 

Helga Kristjánsdóttir, 6.5.2011 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband