ESB aðlögunarferlið

Það virðast allir vera búnir að átta sig á því að um aðlögunarferli er að ræða, nema Össur Skarphéðinsson og örfáir auðtrú einstaklingar. Meira að segja fylgismaður Sjálfstæðismanna nr.1, Þorsteinn Pálson viðurkennir þetta í grein í Baugsblaðinu fyrir nokkrum dögum.

Nú er þrýst á um að stjórnkerfi landbúnaðarins verði aðlagað regluverki ESB, þó vitað sé að þar verður annar ástendingarsteinninn. Hinn er sjávarútvegur.

Landbúnaðarstefnan hér á landi er mjög frábugðin ESB stefnunni og vissulega mun það liðka fyrir aðild ef hún verður samræmd. En það er einmitt sá munur sem veldur því að bændur og hugsandi fólk vill fá verulegar undanþágur frá landbúnaðarstefnu ESB, vegna þess að hún er ekki talin henta hér á landi.

Ef hún verður aðlöguð að stefnu ESB áður en til viðræðna um þann kafla kemur, er ekkert lengur að ræða. Þá verður ekki hægt að fá neinar undanþágur, sem reyndar flestir vita að er ekki hægt hvort eð er.

Menn geta sagt allt sem þeim sýnist, aðlögunarferli heitir þetta og aðlögunarferli er það. Íslenska samninganefndin fékk aldrei umboð til þess og ekkert er tekið á aðlögunarferli í stjórnarsáttmálanum. Því er bæði samninganefndin og ríkisstjórnin komin út fyrir sitt valdsvið með því ferli sem hafið er varðandi ESB umsóknina.

Alþingi gaf stjórnvöldum leifi til að sækja um aðild, til að "sjá hvað væri í pakkanum". Engin heimild var gefin tl að aðlaga eitt eða neitt. Nú vinna stjórnarliðar hörðum höndum að lagasmíðum til að uppfylla kröfur ESB. Þetta er oftast gert undir yfirskyni einhverra annara hluta. Skýrasta dæmið er tillaga stjórnarþingmanna um óheftann innflutning gæludýra. Þetta er gert á þeirri forsemdu að auðvelda fólki flutning sinna gæludýra heim aftur, ef það vill fara með þau til útlanda. Auðvitað liggur dýpri og svartari hugur að baki. Þarna er verið að stíga fyrsta skrefið til að opna fyrir óheftann flutning dýra til landsins, en það er eitt af höfuð kröfum ESB.

Mörg fleiri lagafrumvörp og þingsályktunartillögur mætti telja, sem byggð eru á svipaðann hátt. Þar sem eitthvað léttvægt en lýðvænt atriði er notað til að lauma inn kröfum ESB. Þetta er ljótur leikur.

Þeir sem vilja fara á fullu í aðlögun til að liðka fyrir aðild, eiga ekki að þurfa að skammast sín fyrir það. Þeir eiga bara að koma hreint fram og segja hlutina eins og þeir eru.

Er það virkilega svo að aðildarsinnar þori ekki að standa á sínum málstað?

Er það virkilega svo að aðildarsinnar telji að eina leiðin inn í ESB sé með svikum og prettum?

Er það virkilega svo að aðildarsinnar skammist sín fyrir sína skoðun?

 


mbl.is Icesave tengt ESB-aðildarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Enginn þarf að halda að Össur viti þetta ekki.  Hann er bara alls ekki heiðarlegur stjórnmálamaður.  Það heitir að blekkja, ljúga, svíkja. 

Elle_, 30.4.2011 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband