Harmleikur SA

Það leikrit sem þeir félagar Vilhjálmur Egilsson og Gylfi Arnbjörnsson hafa stað fyrir undanfarna mánuði og er samið og stjórnað af forkólfum SA, er orðið að harmleik.

Það ætti að setja í lög um að þegar nýir kjarasamningar eru gerðir skulu þeir gilda frá lokum síðasta samnings. Þetta kæmi í veg fyrir að vinnuveitendur geti dregið samninga úr hófi og sloppið við að greiða launahækkanir á meðan. Þetta kæmi í veg fyrir þá stöðu sem nú er uppi, að óhæfur fulltrúi launafólks láti teyma sig á asnaeyrunum.

Nú er liðið á fimmta mánuð þar sem vinnuveitendur hafa sparað sér launahækkanir til almennra launþega. Og ekki er enn séð fyrir endann á þessu harmleikriti þeirra félaga.

Enn verra er þetta þó hjá ýmsum hópum sem fá greidd laun frá ríki og bæ. Þar eru til hópar sem hafa haft lausa samninga í á þriðja ár, án þess að rætt hafi verið við þá. Þetta er gjarnan hópar sem hafa takmarkaðann eða engann verkfallsrétt. Ef í lögum væri að nýr samningur gildi frá lokum þess eldri, væri enginn hagur fyrir ríki og bæ að koma svona fram við sína launþega og ef slíkt gerðist væri það ekki eins slæmt fyrir launþegann. En þar sem slík lög eru ekki til, er þetta beinn gróði fyrir vinnuveitandann.

Það er ekki eðlilegt að annar aðilinn við samningagerð, sama kverju nafn hún nefnist, skuli hafa beinann hag af því að ekki verði gerður samningur. Það er ekki eðlilegt að atvinnurekendur skuli hafa beinann gróða af því að draga samningagerðina!!

 


mbl.is Boltinn hjá ríkisstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband