Boðskapur Jóhönnu

Jóhanna boðar 2,200 ársverk á "næstu dögum". Ef andskotans lýðurinn fer nú að hætta þessu röfli og hlýða stjórninni, gæti verið að frekari boð kæmu "eftir helgi". Ekki má þó hækka laun og icesave skal samþykkt! Þetta er boðskapur Jóhönnu.

Jóhanna áttar sig ekki á megin meinsemdinni, hennar eigin stjórn. Það er stjórnarfarið eða öllu heldur stjórnleysið sem hér stendur í vegi fyrir allri uppbyggingu. Skattastefna, hringlandaháttur og ítrekuð lögbrot og stjórnvaldsbrot, heldur öllum fjárfestum utan 200 mílna landhelginnar.

Laun eða launahækkanir koma þessu máli ekkert við. Þau fyrirtæki sem hingað vilja koma og flest þeirra sem fyrir eru vildu gjarnan borga hærri laun, en er bannað það af SA, undir stjórn meðal annars, Birnu Einarsdóttur, sem fékk nokkra miljarða kúlulán fellt niður svo hún gæti tekið við stöðu bankastjóra og hefur hækkað sín laun um nærri tvöföld verkamannalaun frá því hún settist í þann stól og Höskuldar Ólafsonar, sem var forstjóri í fyrirtæki sem sætir rannsókn samkeppnisstofnunar, var greitt 10 miljónir fyrir að færa sig milli stóla, yfir í bankastjórastöðu en krafðist þó þess að þau laun sem greitt væri fyrir þá stöðu yrðu hækkuð um nærri sjöföld laun verkamanns áður en hann færði sig. Þetta er meðal anars það fólk sem markar launastefnu fyrir almenning! Sú launastefna byggist fyrst og fremst á því að "aumingjarnir" fái lítið sem ekkert, en koleggarnir hins vegar svo mikið sem þeim sýnist, samanber nýjasta hækkun til stjórnarmanna Valitor.

Þá eru gengishöft stjórnarinnar að tröllríða öllum atvinnufyrirtækjum nema þeim sem eru svo heppin að vera með sínar höfuðstöðvar erlendis. Þessu ætlar Jóhanna að redda með því að festa þessi höft enn frekar, með samþykkt icesave kröfunnar. Það er ljóst öllum að ef icesave verður samþykkt munum við búa við gjaldeyrishöft um langa framtíð. Það eru engin rök fyrir því að það auðveldi okkur að komast út úr þeim með samþykkt icesave, en hins vegar öll rök sem mæla gegn því.

Án icesave kröfunnar er hugsanlega möguleiki að aflétta gjaldeyrishöftunum, það kostar töluvert fall krónunnar en er möguleiki, einungis spurning um vilja. Með icesave kröfunni er þeta útilokað, einfaldlega vegna þess að þá munu allar forsendur samningsins bresta og þær upphæðir sem nú eru ræddar um kostnað hans, einungis klink miðað við þann raunverulega kostnað sem af því hlytist. Þá breytir engu hversu mikill vilji er til staðar.

Alþingi náði að skjóta icesave I á kaf, forsetinn og þjóðin skutu icesave II á kaf og nú þegar forsetinn hefur enn gert það sem honum bar er það þjóðarinnar að sjá til þess að icesave III verði felldur. Það má ekki ske að við sem nú höfum kosningarétt í landinu, setjum börnum okkar og barnabörnum þennan klafa.

Spáið í því að þegar samningstímanum líku munu allir þeir sem þá verða 54 ára og yngri loks losna undan þessum skuldaklafa en enginn þeirra hefur þó haft neitt um hann að segja, þar sem þetta fólk, bæði fætt og ófætt, hefur ekki kosningarétt þegar þessi ákvörðun er tekin af þjóðinni.

Spáið í því að allir þeir sem eru nú  41 árs og eldri, munu bera þennan skuldaklafa alla sína starfsæfi!

 


mbl.is Boðar 2.200 ársverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband