Áróður stjórnvalda !!

Ríkisstjórnin tjaldar nú öllu sem hún á til að sannfæra fólk um að kjósa "rétt" í kosningu um icesave lögin.

Samninganefndin er send af stað, með fulltingi nokkurra manna sem sérvaldir eru til að hjálpa þessari nefnd að verja gjörðir sínar. Auðvitað láta nefndarmenn ekkert frá sér fara sem rýrir þeirra eigin vinnu!

Skilanefnd Landsbankans er fengin til að gefa splunkunýtt "mat" á eignum bankans og einnig nýtt "mat" á áætluðum innheimtum þeirra. Auðvitað er þetta "mat" þeirra nokkuð hagstæðara en það síðasta, annars hefði því einfaldlega verið stungið niður í skúffu fram yfir kosninguna! Þetta er þó einungis "mat", ekki staðreynd. Ekki hefur enn verið lagt sjálfstætt mat á þessar eignir og enn síður sjálfstætt mat á hugsanlegar endurheimtur! Þó gæti allt eins verið að það hafi verið gert, en niðurstaðan sé niður í skúffu fjármálaráðherra!

Til að sýna sauðsvörtum almenningnum fram á hvað stjórnvöld eru nú hófsöm í skattheimtunni, er nú hver könnunin og samanburðurinn við valdar ESB þjóðir kynntar. Þar kemur fram m.a. að hér séu skattar mun lægri en í þessum sérvöldu viðmiðunarlöndum, að eldsneytisverð sé á svipuðu róli og þar og ýmislegt fleira í þeim dúr. Þó láist algerlega að bera saman laun okkar við það sem þekkist í þessum sömu löndum! Þetta er væntanlega gert til að róa almenning áður en enn frekari skattheimta er lögð á, en það mun reynast nauðsynlegt ef icesave lögin verða samþykkt!!

Þessum aðgerðum stjórnvalda er svo til aðstoðar flestir fjölmiðlar landsins, þó sérstakega fréttastofa RUV. Fréttastofa Stöð 2 er upptekin sem stendur við að aðstoða Jón Ásgeir og félaga! Fréttastofa RUV hikar ekki við að setja saman fréttir með þeim hætti að þeir sem hellst hafa talað gegn samþykkt samningsins, hljóma nú eins og þeir séu sammála. Þetta er gert með því að klippa saman orð þeirra eða klippa út það sem gegn samningnum er. Einnig passar þessi fréttastofa vel upp á að allar fréttir af þessu máli endi jákvætt fyrir samþykkt þess. Um "fréttaskýringar" stofunnar er varla hægt að tjá sig, svo litaðar eru þær af pólitík og rangfærslum, að einhverntíma hefði sköllóttur þigmaður af norðvestur horni landsins heimtað skoðun á starfsemi hennar, þ.e. ef sá þingmaður væri í stjórnarandstöðu!!

 Þeir sem eru í vafa um hvað þeir eiga að kjósa ættu að skoða skýrslu Gamma um samninginn. Þá geta menn lagt nokkuð sjálfstætt mat á staðreyndir hans. Varðandi þær spár sem nú fljúga hátt í fjölmiðlum um framtíð efnahagsmála, er frekar rétt að skoða fortíðina. Ef tekið er frá það áfall sem hér varð við bankahrunið og horft á þróun efnahagsmála hér á landi undanfarinn áratug eða svo, kemur í ljós að eitthvað stórkostlegt þarf að ske til að þær spár sem stjórnvöld vilja nota, geti staðist. Eitthvað stórkostlegt sem þessi stjórnvöld geta þó ekki bent á!! Jafnvel er vart séð að forsendur samningsins, sem að hluta eru þær sömu og sýn stjórnvalda, geta ekki staðist, ef horft er til fortíðarinnar og mat lagt út frá því.

Stjórnvöld eru nú búin að vera undir stjórn AGS í tvö ár, þær áætlanir sem gerðar hafa verið af þeirri stofnun með samþykki stjórnarinnar hafa ekki enn staðist í eitt einasta skipti. Þó hafa þær verið mun nær raunveruleikanum en þær áætlanir sem samningurinn er byggður á, að ekki sé talað um þá draumsýn sem stjórnvöld hafa og eru að reyna sannfæra fólk um!!

Hver læs Íslendingur á að geta gert sér upp eigin skoðun á samningnum. Til þess eru öll gögn tiltæk. Auðvitað eru sumir blindir af flokkshollustu og horfa ekki á rök, heldur fara að vilja síns "herra". Þetta er þó tiltölulega lítill hópur.

Ekki vil ég trúa því að íslensk þjóð láti setja sig í skuldaklafa þann sem þessi ólöglega krafa Breta og Hollendinga er!! Skuldaklafa sem hugsanlega er hægt að losna fljótlega undan en meiri líkur eru á að muni lenda af þunga á afkomendum okkar!!

Skuldaklafa sem til er kominn vegna óbilgirni stórþjóða sem skirrast ekki við að nauðga á okkur um löglausri fjárkröfu!! 

Einn punk ætti fólk að hafa í huga þegar það gengur í kjörklefann, 4% breyting á gengi og 10% minni endurheimta eigna gamla Landsbankans, hækkar eftirstöðvar lánsins um heil 800%. Að svo lítil breyting á forsemdum skuli leiða til þeirra gígantísku hækkunar eftirstöðva, er eitt og sér næg ástæða til að fela samninginn, algerlega áháð lögleysu kröfunnar eða hugsanlegri getu þjóðarnnar til að greiða hana!!

Það fer enginn í sinn banka og tekur lán upp á slík skipti!!

 


mbl.is Icesave-nefndin á fyrirtækjakynningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband