Niðurstaða eða dómur ?

Fréttastofa RUV gerir mikið úr því að þetta sé ekki dómur heldur niðurstaða hæstaréttar!

Hver munurinn þarna er átta ég mig ekki á, enda allir dómar hæstaréttar niðurstaða hans.

Þessi niðurstaða (dómur) er mikill áfellismdómur á stjórnvöld. Þarna fóru þau á svig við lög landsins til að koma sínu gælumáli á koppinn. Nú hefur hæstiréttur sett ofaní við þau!

Vissulega er þetta vont mál fyrir þá sem hlutu kosningu og er þeim vorkun. Það er ekki við það fólk að sakast.

Í ljósi þess hversu fáir tóku þátt í þessum skrípaleik stjórnvalda og niðurstöðu (dóms) hæstaréttar, hlýtur þetta verða blásið algerlega af. Enda er nóg annað við krafta og fjármagn þjóðarinnar að gera en þetta rugl.

 


mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Nákvæmlega!!

Eyjólfur G Svavarsson, 25.1.2011 kl. 17:15

2 identicon

Aðalvandamálið sem stjórnlagaþing hefði þurft að afgreiða, og mun fyrr eða síðar vera afgreitt með einhverju hætti , er að það þarf tæra og algjöra þrískiptingu ríkisvaldsins eins og heimsins mestu lýðræðisríki hafa. 

Í Bandaríkjunum eða Frakklandi væri Jóhanna Sigurðardóttir í fangelsi ásamt öllum ábyrgum ráðherrum og þingmönnum fyrir Lýsingarmálið, en þar greip þingið fyrir hendurnar á Hæstarétt. 

Í Lýsingarmálinu stóð ríkisstjórnin með auðvaldinu á kostnað hundruða heimila sem annars hefðu ekki orðið gjaldþrota og sýndi þar sitt rétta andlit. 

Þessi ríkisstjórn hafði aldrei áhuga á Þrískiptingu ríkisvald eða nokkrum öðrum góðum uppástungum stjórnlagaþing, hvað sem hún þykist nú, þá hefði hún ekki hrækt svona í andlitið á Hæstarétti og fólkinu í landinu um leið. Þetta er aðeins eitt af mörgum dæmum um hvernig ríkisstjórnin hefur brotið á rétti fólksins í trossi við dóma Hæstaréttar.

Hér lyktar allt af samsæri og ólöglegu ráðabruggi. Stjórnlagaþing átti aðeins að vera "ráðgefandi", og góðum hugmyndum eins og þrískiptingu valdsins átti að henda út, en í til dæmis Bandaríkjunum færi Obama sjálfur í steininn ef hann sýndi Hæstaréttardómara viðlíka fyrirlitningu og Jóhanna gerði með sínum einræðistilburðum í Lýsingarmálinu sem gerði hundruði heimila gjaldþrota út af verndarhendi þeirri sem ríkisstjórnin hélt yfir auðvaldinu.....

Það er því augljóst að góðar ábendingar þessa þings hefði svona fólk hunsað með öllu, og aðeins misnotað það til að gera ólöglega innlimun inn í ESB auðveldari, í trássi við vilja og hagsmuni fólksins.

Þetta þing verður því geymt fyrir betri tíma og fyrir hæfara fólk með stærri og hærri og réttari hugsjónir, framtíðar leiðtoga Norðurbandalagsins.

Hugsum stærra (IP-tala skráð) 26.1.2011 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband