Eru Gnarrarnir og Hamarnir að yfirtaka stjórn landsmála ?

Nú eru Gnarrarnir og Hamarnir farnir að færa sig upp á skaftið. Næst færa þeir sennilega skrifstofu borgarstjóra og yfirstjórn Reykjavíkurhrepps úr tjörninni og inn í alþingishúsið.

Reykjavíkurflugvöllur er á abyrgð og undir stjórn ríkisins, ekki borgarinnar. Því hafa borgaryfirvöld ekkert um það að segja hvaða flugvélar lenda þar. Það eina sem borgin hugsanlega getur gert er að úthýsa vellinum út úr landi borgarinnar, þegar núverandi samningur rennur út. Þó er spurning hvort borgin getur einu sinni gert það, þar sem Reykjavík er höfuðborg Íslands og verður því að taka tilit til þeirra sem búa utan borgarmarkanna.

Gnarrarnir og Hamarnir verða því að bíða næstu kosninga til alþingis og bjóða sig fram til þeirra (guð hjálpi Íslandi ef svo fer) og vinna að þessu hugðarefni sínu á réttum vettvangi.

Ísland er nefnilega, merkilegt nokk, stærra en bara Reykjavíkurhreppur!!

 


mbl.is Þjóðhöfðingjar á herþotum lendi í Keflavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband