VG byrjuð að liðast í sundur!!

Þá er Vinstrihreifingin grænt framboð að byrja að liðast í sundur.

Lilja Mósesdóttir segist vera að hugsa stöðu sína innan þessa "kommónista flokks". Hún þarf ekki að hugsa. Það sem hún segir í þessari frétt er mun meira en liðið er innan þess flokks. Því mun henni verða gert að draga orð sín til baka eða yfirgefa flokkinn ella. Það er varla von til þess að Lilja bakki, hún er heilsteyptari en svo.

Það er spurning hverjir munu fylgja henni og hvort nýtt framboð verður stofnað á vinstri væng stjórnmálanna.

Í öllu falli gekk Steingrímur of langt í einræðistilburðum sínum á flokkráðsfundinum. Hann hefur stofnað í hættu meirihluta stjórnarinnar og hætt er við að Jóhanna muni skamma hann hressilega þegar hún kemur heim af fundi vina þeirra í NATO.

Það er svo sem ágætt ef til uppgjörs kemur núna. Einhverntímann verður það að koma til. Því lengri tími sem líður, þar til það uppgjör fer fram, gerir ástandið verra hjá okkur.

Alvarlegasta vandamál núverandi stjórnvalda er að þau hafa ekki raunverulegan meirihluta á þingi. Ekki bætir niðurstað fundarins úr því vandamáli, þvert á móti má búast við enn meiri andstöðu þeirra sem kallaðir hafa verið "órólegir". Það orð fá þeir á sig opinberlega, af munni forsætisráðherra, fyrir þær sakir einar að vilja ekki fylgja stefnu Samfylkingar í einun og öllu!!

Steingrímur er greinilega valdasjúkur. Honum finnst eðlilegt og hið besta mál að svíkja öll sín loforð og að hafa að engu stefnu flokk síns, til þess eins að verma ráðherrastól.

Steingrímur J Sigfússon stofnaði Vinstrihreifinguna grænt framboð, Steingrímur J Sigfússon hefur nú hafið eyðingu þess sama flokks!!

 


mbl.is Líkjast kommúnistaflokkunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það myndi seint teljast klofningur þó Lilja Mós yfirgæfi VG 

Hún hefur alla tíð verið  hluti af Hreyfingunni. 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 19:35

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Raunsætt stöðumat hjá þér Gunnar, og það yrði mikið áfall fyrir flokk Vgrænna, ef Lilja Mósesdóttir yfirgæfi hann ! Hún er vinsæl og á aðdáendur langt út fyrir raðir vinstri grænna !

Með góðri kveðju, KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 21.11.2010 kl. 21:23

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Jón Ókarsson er alveg með þetta....

hilmar jónsson, 21.11.2010 kl. 23:00

4 identicon

Þú ert eitthvað vangefinn herra Jón Óskar og enn fremur rófudillandi flokksdindillinn og skókyssir Steingríms hann Hilmar Jónsson.

Tek aftur á móti undir orð Kristjáns P. Guðmundssonar. Af ólíklegum aðdáendum Lilju þekki ég helbláan gamlan Sjálfstæðismann sem alltaf hefur kosið eins og pabbi og mamma en hefur sagt mér að hann myndi kjósa Lilju, vin minn sem er anarkisti og dýrkar hana, unga Framsóknarkonu utan af landi, og jú, fólk sem kaus Hreyfinguna og Besta Flokkinn, bæði mest af viðbjóði á öðrum framboðum, og eldheita aðdáendur Jóns. Ég er ekki að grínast. Og ég gleymdi afa sem er gamall kommi og situr nú heima með sárt ennið yfir flokknum sínum, og henni vinkonu minni í Breiðholtinu sem nennir oftast ekki að mæta á kjörstað, en kýs Sjálfstæðisflokkinn þá sjaldan hún mætir. 

Lilja Mósesdóttir er nýtt sameiningartákn þjóðarinnar. Heiðarleiki og samviskusemi höfða nefnilega til allra manna, ekki bara ákveðinna manngerða sem aðhyllast ákveðnar stjórnmálastefnur eða aðra tískustrauma. Heiðarleiki er ekki háður straumum tískunnar. Lilja er svo klassísk að hún verður alltaf cool, hvar sem hún fer. Svo er hún falleg líka, vel máli farin og fáguð og verður þjóðinni til sóma hvar sem hún fer. En mun aldrei svíkja hana, því svik eru ekki til í hennar fari. 

Einar Jónsson (IP-tala skráð) 21.11.2010 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband