Ónýt ríkisstjórn!!

Samfylkingin fer úr 29,8% kjörfylgi, niður í 18%.

Vinstri grænir fara úr 21,7% kjörfylgi, niður í 18%.

Fylgi við ríksstjórnina hefur fallið úr rúmum 60% í könnun eftir myndun hennar, niður í 30% samkvæmt könnun sama fyrirtækis. 

Þetta er algjört hrun hjá Samfó og skal engan undra, fylgi VG er hins vegar ótrúlega gott miðað við hvernig formaður þess flokks hefur spilað.

Þessi niðurstaða er enn undarlegri þegar skoðuð eru störf stjórnarflokkana. Vinstri grænir hafa þurft að svíkja sína kjósendur um allt sem lofað var fyrir kosningar auk þess sem mörg af grundvallar stefnumálum flokksins hafa verið svikin. Málum sem sá flokkur var stofnaður um og hefur skilgreint sem kennimerki sín.

Samfó fékk sitt eina stefnumál í gegn áður en stjórnin var formlega mynduð. Umsókn í ESB.

Því er undarlegt að sá flokkur sem ekki hefur náð neinu af sínum stefnumálum fram og jafnvel orðið að láta eftir mörg af þeim grundvallar gildum sem hann stendur fyrir, skuli fá betri niðurstöðu en sá flokkur sem náði eina stefnumálinu sínu í gegn.

Það er einnig umhugsunarvert að stjórn sem svo rækilega hefur tekið stöðu gegn kjósendum skuli hafa 30% fylgi.

Er hugsanlegt að kjósendum finnist sem ofuráhersla stjórnarinnar á ESB aðlögun sé ekki af hinu góða?

Er hugsanlegt að kjósendur vilji að meiri áhersla sá lögð á að leysa vandamálin hér heima, áður en farið er að dufla við háu herrana í Brussel?

Er hugsanlegt að kjósendur vilji að meiri áhersla verði lögð á raunhæfar lausnir í stað skattpíningar?

Er hugsanlegt að kjósendur séu búnir að fá nóg af afturhaldsemi og töfum á atvinnu uppbyggingu?

Er hugsanlegt að kjósendur séu búnir að fá nóg af getuleysi og kjarkleysi stjórnarinnar?!!

Er hugsanlegt að kjósendur sætti sig ekki við að "skjaldborgin" sem þeim var lofað skuli hafa verið færð lánastofnunum á silfurfati?!!

 


mbl.is Fylgi ríkisstjórnarinnar hrynur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef ríkisstjórnin nýtur virkilega ennþá stuðnings 30% þjóðarinnar þá hljótum við að eiga heimsmetið í heimsku. Ég ætla rétt að vona þetta sé lygi og loddaramennska.

Gunna (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 07:14

2 identicon

Ég var mikill stuðningsmaður Vinstri Grænna, þar til ég sá að þeir ákváðu að leggjast lægra sem dyramottur og klósettpappír hjá Samfylkingunni, en Framsókn hafði nokkurn tíman lagst fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Ég kýs ekki undirlægjur. Ég var líka dyggasti stuðningsmaður Jóns Gnarr áður en lagðist í svaðið með að hefja sjúklegt ástarsamband við Davíð, mann sem enginn manneskja með snefil af stjórnmálalegu innsæi getur haft neitt álit á sem stjórnmálamanni. Jón var helsta von þjóðarinnar og það varð flestum eins óglatt og mér að horfa upp á þetta, og hann ætti bara að vita hvað fólk er að segja um hann á bak við hann. Því miður er það allt satt. Maður sem fær svona stórt tækifæri til alvöru breytinga, og vanvirðir þær svona rosalega, á ekki skilið traust neins framar. Jón, vaknaðu og sýndu kjósendum þínum þeir hafi ekki bara gert sig að fífli með að kjósa þig! Vinstri Grænir, sýnið einhvern smá dug, hugrekki og karlmennsku og látið ekki fara með ykkur eins og dyramottur. Setið stjórninni úrsliti kosti, og riftið henni ef hún sættir sig ekki við þá. Verið hugsjónum ykkar trúir. Annars heyrið þið sögunni til! Þið hafið enn tækifæri til að koma óskaddaðir út úr þessu stjórnarsamstarfi! Með því að enda það! Það er eina lausnin!

Guðmundur (IP-tala skráð) 2.11.2010 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband