Skynsemi eða .........

Það eru ekki margir núverandi þingmenn sem ég ber virðingu fyrir. Eygló Harðardóttir hefur þó verið í þeim fámenna hóp hingað til.

Í þessu máli hefur hún þó ekki sýnt þá skynsemi sem ég geri kröfu til, virðing mín fyrir henni hefur því dvínað nokkuð.

Sú ofuráhersla sem hún ásamt nokkrum öðrum hefur á því að draga tiltekna menn til saka ber ekki merki um skynsemi. Þingið er að eyða dýrmætum tíma í nornaveiðar, en ekki er hægt að kalla þetta annað. Hvað er það annað en nornaveiðar þegar fjórir fyrrverandi ráðherrar eiga að taka á sig sök fjölda annara, bæði þingmanna, ráðherra og jafnvel þeirra sem sannarlega ollu bankahruninu, eigendur og stjórnendur bankanna.

Flestir vilja finna sökudólga hrunsins, það er ekki einfallt mál. Sumir telja sig geta sagt til um einhvern ákveðinn atburð eða tíma sem upphaf hrunsins. Oft er þá nefnd einkavæðing bankanna. Ef einhver einn atburður varð til þess að hér hrundi allt, er það samningur okkar um EES sem var samþykktur á þingi 1993, þó er þetta svolítið langsótt. Það má kannski segja frekar að störf þingmanna eftir að samningur kom til og hvernig þeir tóku hugsana og gagnrýnislaust við öllum þeim tilskipunum og lögum sem í okkur var hennt og felldu inn í Íslenska löggjöf.

Það voru að sjálf sögðu eigendur og stjórnendur bankanna sem ollu hruninu. Vissulega má segja að stjórnvöld og eftirlitsaðilar hafi ekki staðið sig nógu vel, en að ráðherrar hafi gert eitthvað vísvitandi sem olli hruninu er út í hött.

Þingmenn eiga frekar að vera að vinna að því að koma málum hér til betri vegar, fátækt er að stór aukast, atvinnuleysi mun stór aukast á næstu mánuðum, fjöldu fólks er að kikna undan stökkbreyttum lánum og sér fram á að missa eigur sínar. Þetta eiga þingmenn að vera að ræða á þingi núna þessa dagana og reyna að koma því til leiðar að landsframleiðslan aukist. Með því einu er hægt að komast út úr kreppunni.

Þegar við höfum komið okkur út úr kreppunni og þegar þing og stjórnvöld hafa sýnt fram á að farið sé að nýta hrunskýrsluna til að bæta stjórnkerfið er hugsanlega hægt að skoða hvort einhverjir einstakir þingenn eða ráðherrar hafi staðið sig verr en aðrir. Ekki fyrr. Þó mun alþingi aldrei getað skorið úr um það, til þess eru vinatengsl og flokkapólitík of sterk! 

 


mbl.is Lifi samtrygging stjórnmálamanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband