Stefnum í einræðisríki!!

Hefur Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið heimild til að taka fram fyrir hendurnar á Hæstarétti?

Er Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið að mynda sér bótakröfu með þessari tilkynningu?

Það er ljóst að á þetta verður látið reyna fyrir dómi. Það er einnig nokkuð ljóst hvernig sá dómur mun fara. Þá verður Seðlabankinn væntanlega bótaskyldur gagnvart þeim mun sem þessi túlkun hans hefur í sér.

Ein helstu rök þeirra sem ekki vilja una dómnum, eru að ekki hafi verið tekið á öðrum atriðum lánasamninga en gengistryggingu. Hæstiréttur tekur einungis á þeim atriðum sem áfrýjað er til hans, lánafyrirtækin áfrýjuðu og voru ekki með neina varakröfu. Því geta lánafyrirtækin (þeir seku) ekki krafist af Hæstarétti frekari skýringa, nema vísa máli þangað! Framkvæmdavaldið hefur ekki heimild til að dæma.

Hvers vegna var ekki hægt að láta dóm Hæstaréttar standa?

Er virkilega svona erfitt fyrir stjórnvöld að taka stöðu með fólkinu í landinu?

Er virkilega nauðsynlegt að hundsa dóm Hæstaréttar og standa að baki siðlausra lögbrjóta?

Hvers vegna erum við með dómsvald þegar framkvæmdarvaldið hundsar það?

Við búum í raun við tvískipt vald, löggjafavaldið og framkvæmdavaldið. Þar sem dómsvaldið er úr leik má þess vegna leggja niður löggjafavaldið.

Hvar stöndum við þá?

 


mbl.is Miða við lægstu vexti á hverjum tíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er enginn að taka fram fyrir hendurnar á Hæstarétti. Dómurinn hafði mjög takmarkað svið, hann fjallaði bara um eitt ákvæði. Ljóst er að raunverulegar forsendur samninganna upphaflegu bresta með ákvæðinu. Þessvegna munu yfirvöld breyta vöxtunum á þessum lánum til þess að a.m.k. raunvirði höfuðstóls verði greitt til baka. Síðan verður eflaust látið reyna á þá aðgerð fyrir Héraðsdómi og Hæstarétti og þá kemur í ljós hvort sú ráðstöfun verður dæmd lögleg eða ólögleg.

Enginn hefur tekið fram fyrir hendur Hæstaréttar, né mun gera það í þeim frekari málaferlum sem standa fyrir dyrum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:24

2 Smámynd: Sumarliði Einar Daðason

Þarna eru Seðlabankinn og FME að hvetja fjármálafyrirtækin til lögbrota og það eitt og sér er refsivert - nema auðvita að það þurfi ekki heldur að fara eftir þeim lögum. Sem þýðir að það eru engin lög sem hægt er að taka mark á.

Sumarliði Einar Daðason, 30.6.2010 kl. 10:25

3 identicon

Þetta er með ólíkindum, þarna er Seðlab. og Fjármálaeftirlit að bjarga góðvinum því að minsta kosti Lýsing og Avant munu ekki lifa þetta af.

Þorleifur H. Óskarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 10:29

4 Smámynd: Kristján H Theódórsson

Þorgeir, meðan ekki hefur annað verið dæmt ólöglegt nema  gengisviðmiðið, þá stendur hitt , umsamdir vextir og eftir því ber að fara þangað til ,og ef, annað verður dæmt. Lögleysa að fara leið hinna opinberu stofnana sem brugðust í eftirliti með lánastofnunum og hafa þannig dæmt sig ómarktækar.

Kristján H Theódórsson, 30.6.2010 kl. 11:08

5 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þorgeir, vissulega er Seðlabankinn að taka fram fyrir hendur Hæstaréttar. Það er rétt að dómurinn tekur aðeins til eins atriðis í lánasamningunum, áfrýjendur óskuðu ekki eftir að tekið yrði á öðrum atriðum þeirra. Hæstiréttur tekur aðeins á þeim atriðum sem til hans er vísað, það er áfrýjenda að óska eftir því við réttinn hvaða atriði dóms Héraðsdóms eru tekin til athugunar. Það hlýtur lánastofnunum að hafa verið ljóst þegar þær áfrýja og hljóta að hafa sætt sig við dóm Héraðsdóms að öðru leyti.

Reyndar var ég fyrst og fremst að benda á það í mínu bloggi að framkvæmdavaldið hefur ekki heimild til að úrskurða um lagaleg deilumál.

Þegar framkvæmdavaldið tekur sér þann rétt, er í raun búið að leggja niður dómsvaldið!!

Gunnar Heiðarsson, 30.6.2010 kl. 11:36

6 identicon

Þetta var gert til þess að hafa málið í farvegi þar til dómstólar hafa svarað þeim fjölmörgu spurningum sem vöknuðu við dóminn um daginn, augljóslega.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 30.6.2010 kl. 12:17

7 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Mætumst á miðri leið og allir verða sáttari

Sigurður Haraldsson, 1.7.2010 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband