Vilji þjóðarinnar ?

Myndir segja meir en mörg orð!!

Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ertu því að íslensk stjórnvöld dragi umsókn um aðild að Evrópusambandinu til baka?

Í skýrslu utanríkisráðherra til Alþingis, frá því í maí síðastliðnum, kemur fram að gert er ráð fyrir að beinn kostnaður vegna aðildarumsóknar að Evrópusambandinu geti numið samtals 990 m.kr. á tímabilinu 2009-2012. Hversu vel eða illa telur þú að þeim fjármunum sé varið?


mbl.is Meirihluti vill draga umsókn um aðild til baka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

samt er vaðið áfram - nú þarf að draga fólk til ábyrgðar annað er ósanngjarnt

Jón Snæbjörnsson, 14.6.2010 kl. 13:02

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er full ástða til að stofna eftirlitsnefnd um störf núverandi ríkisstjórn. Framferði hennar í ýmsum málum eru með þeim hætti að hugsanlega varðar það við lög.

Má þar nefna icesave málið, baktjaldasamninga við AGS, aðildarumsóknin og fleira.

Verst er þó að ekki er hægt að tala um lögbrot vegna aðgerðarleysis en það ætti þó að vera hægt að draga fólk til ábyrgðar vegna þess.

 Aðgerðarleysi stjórnvalda hefur kostað okkur meira en vitlausar aðgerðir þeirra og á efir að kosta enn meira.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2010 kl. 13:17

3 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sælir! Lögum og reglum er nú þannig komið fyrir í dag að ráðamenn, hversu litlir þeir eru, geta hunsað almenning og álit hans (samanber bæjarstjóra Hafn.fj.) Búið og hlúið hefur verið að þessu sýstemi undanfarin ár eins og menn sjá núna. Fleiri og fleiri meina að barsmíðabylting sé það eina sem dugar og ég held heilshugar með þeim!

Eyjólfur Jónsson, 14.6.2010 kl. 14:18

4 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Tókuði eftir að það var alþýða á lægra menntunarstigi sem vildu draga umsóknina til baka.

Auðvitað eiga þeir að stjórna landinu áfram einsog hingað til. Illa menntað og hrokafullt gagnvart öllu sem kemur erlendis frá.

Gott að ég get ekki tekið þetta til mín.

Gísli Ingvarsson, 14.6.2010 kl. 14:42

5 Smámynd: Jóhann Elíasson

Gísli, ég tilheyri þá þessari alþýðu á "lægra menntunarstigi", sem að mínu áliti er merki þess að þrátt fyrir menntun mína  , er ég enn í sambandi við þjóðina í þessu landi og er ekki tilbúinn til að afsala frelsi landsins til Brussel.  En mér finnst eiginlega að þú skuldir okkur "alþýðunni með lægra menntunarstig hvað þú ert að fara með þessari athugasemd þinni???

Jóhann Elíasson, 14.6.2010 kl. 14:56

6 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég vil benda Gísla Inngvarssyni á að menntun er góð en menntahroki er ein versta mynd menntunar. Vel menntað og upplýst fólk notar ekki menntahroka í sínum ummælum fyrr en öll önnur rök eru upp urinn.

Ég geri því ráð fyrir að Gísli Ingvarsson, ef hann er eins menntaður og hann lætur, sé orðinn uppiskroppa með rök.

Gunnar Heiðarsson, 14.6.2010 kl. 16:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband