Lygar Jóhönnu staðfestar

Jóhanna er komin upp að vegg. Það verður fróðlegt að sjá og heyra hvernig hún svarar þessu. Það var reyndar annað en lygar hennar sem ég hnaut um í þessari frétt. 

Það verður ekki annað lesið út úr útdrætti tölvupóstsins en að Már hafi verið með óbeinar hótanir við forsætisráðherra. Fyrst bendir hann á að um verulega launalækkun verði fyrir sig ef hann tæki þessu starfi, það er staðreynd sem er eðlilegt að hann nefni. Hann talar einnig um að ef komi til 37% launalækkunar, þá væntanlega frá einhverri upphæð sem samkomulag var um, muni hann þurfa að endurskoða umsókn sína. þetta er einnig eðlileg ábending.

Síðan nefnir hann ráðningaferlið, að vísu segir hann að opið ferli sé af hinu góða en telur að ef hann verði að hætta við umsóknina, þá væntanlega vegna launanna, muni það skaða orðspor hans. Þetta er ekki hægt að skilja á annann veg en hótun.

Það opna ráðningaferli sem talað er um nær eingöngu til umsóknar of val umsæjanda. Þar með lýkur gagnsæinu, einmitt þegar það ætti að vera sem mest, þ.e. um kjör seðlabankastjóra.

Lygar Jóhönnu eru nú orðnar opinberar, eitthvað hljóta flokksfélagar hennar að hafa um það að segja. Varla ætla þeir að leyfa henni að rústa flokknum endanlega, þeir hljóta að krefjast afsagnar hennar.

Þingmenn allra flokka hljóta einnig að krefst þess að stjórnin setji hana af sem forstisráðherra. Það er varla til að auka tiltrú fólks á stjórnmálum ef lygari fær að verma stól æðsta manns í stjórn lýðveldisins.

Reyndar á öll stjórnin að segja af sér, aðrir ráðherrar hljóta að hafa vitað um þennan samning við Má, ef ekki þá erum við ekki með lýðræðisstjórn heldur einræðisherra.

 


mbl.is Már og Jóhanna ræddu launin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar

Hverju laug hún ?  Hvar kemur fram í þessum texta að hún hafi svarað þessum tölvupósti eða aðhafst eitthvað í málinu ?  Getur þú bent á það ?

Náhirðin fer mikinn núna en eins og venjulega er nákvæmlega ekki neitt á bak við ásakanir pakksins sem setti landið á hausinn.  Þetta lið ætti að skríða aftur í holurnar sínar og halda kjafti meðan verið er að þrífa skítinn eftir það.

Það er allavega lágmark að fólk kunni að lesa textann sem það bloggar um.

Óskar, 5.6.2010 kl. 21:31

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Óskar, ef menn kjósa að vera einfaldir og trúa á Jóhönnu fram í rauðann dauðann er það í lagi mín vegna.

Þú segir að hvergi komi fram í textanum með fréttinni að hún hafi svarað póstinum frá Má, það er alveg rétt.

Auðvitað svaraði hún, annað hefði verið ósvífni og dónaskapur auk alvarlegrar vanrækslu í starfi.

Endanlegur sannleikur í þessu máli á eftir að koma fram, ef Jóhanna hefur ekkert að fela leggur hún væntanlega fram öll gögn um málið. Einhverra hluta vegna hefur hún verið treg til þess hingað til!

Það er allavega ljóst að eitt af þremur leikundum þessa farsa er sekur!

Gunnar Heiðarsson, 6.6.2010 kl. 08:42

3 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þakka þér Gunnar, fyrir allnokkru var þetta ljóst en slóðin hafði verið falin.  Sannleikurinn hefur aldrei verið hátt skrifaður hjá núverandi stjórnarpari. 

Og þess vegna leyfi ég mér að benda gesti þínum Óskari á að þar sem hann er svo viss um að Jóhanna sé heilög og segi ekki ósatt,  þá væri hentugt að hann þessi  Óskar tæki saman allan hennar sannleika og ef það verður afgangur þá má alltaf sópa honum undir teppið í skjóli valds Samfylkingarinnar og Steingríms. 

En það þarf að gá að því að eitra undir teppið reglulega til að smit berist ekki út.  

Mundu svo Gunnar að tæfur hafa venjulega fleiri en eitt op á greni sínu

Hrólfur Þ Hraundal, 6.6.2010 kl. 09:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband