Gott hjá henni

Það er gott mál þegar fólk finnur sjáft hvenær því ber að víkja. Það er einnig sorgmætt þegar fólk fer í afneitun og víkur ekki þó það hafi misst allt traust.

Nú hafa þrír þingmenn tekið þá ákvörðun að víkja af þingi, tímabundið, í framhaldi af útkomu skýrslunnar. Vonandi fylgja fleiri á eftir. Það hefði samt verið sælla fyrir þau ef þau hefðu tekið þetta skref fyrr.

Nú er það svo að margir þeirra sem mestan þátt áttu í hruni bankanna (eigendur og stjórnendur) virðast hafa gengið þannig frá málum að erfitt gæti reynst að ákæra þá persónulega. Þó þeir geti komist undan dómi efast enginn um sekt þeirra, að minnsta kosti siðferðislega sekt. Þetta á einnig við um marga embættismenn okkar. 

Ef við ætlum að gera þá kröfu til þessara manna að þeir láti af öllum störfum er tengist viðskiptum á Íslandi, verða þeir þingmenn og ráðherrar, sem þátt áttu í stjórn landsins á hruntímanum, að sýna fordæmi og segja af sér þingmennsku. Þetta á ekki síst við um þá ráðherra Samfylkingar er voru í stjórn frá 2007 og fram að hruni. 

Það eru ansi léttvæg rök Jóhönnu að segja að hún sé stikkfrí af því hún hafi ekki haft með þennan málaflokk að segja, hún var ráðherra í þessari stjórn og ber því fulla ábyrgð. Það er óumdeilanlegt að Össur ber milka ábyrgð þó hann skýli sér bak við sömu rök og Jóhanna. Hann ásamt þáverandi formanni flokksins tóku öll völd af bankamálaráðherra og héldu honum utanvið alla umræðu og ákvarðana töku. Það er því undarlegt að þau skuli ekki vera talin hafa brotið stjórnsýslulög. Að taka völd af ráðherra hlýtur að falla undir það.  

Ef einhver ráðherra í hrunstjórninni er saklaus, er það Björgvin G Sigurðsson. Það kemur marg oft fram að hann átti engan þátt í ákvarðanatökum um bankana og að honum var algerlega haldið utan allra funda um þessi mál. Það sem hann vissi var nánast það sama og almenningur fékk að vita frá ritskoðuðum fjölmiðlum. Hanns sök fellst fyrst og fremst í því að láta formann flokk síns og Össur taka af sér völdin.

Það er vonandi að fleiri þingmenn fari að fordæmi Björgvins, Illuga og Þorgerðar og víki af þingi.


mbl.is Þorgerður stígur til hliðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Thessi kvikindi kunna ekki ad skammast sín.  Audvitad eiga Illugi og Thorgerdur ad segja af sér ásamt fleirum.  Ord Thorgerdar eiga vel vid núna:

                 "KOMA SVO BJARNI!!!!"

http://www.youtube.com/watch?v=kN5vyKLeYc8

Jolly Good!! (IP-tala skráð) 17.4.2010 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband