"the bonus way"

Þessir tölvupóstar sýna svo ekki verður um villst hvernig hugsanaháttur þessara manna var. Ósvífnin og siðleysið skín í gegnum þessi skrif.

Úr póst frá Jóni Ásgeir til Lárusar Welding: "Þetta eru málin sem ég er að bögga ykkur með, aðallega í tekjuöflun fyrir bankann set þetta skýrt upp the bonus way svo við getum með einföldum hætti klárað málin.  -- Ef við komum þessum málum frá þá er borðið mitt hreint. Annars er kanski best að ég verði starfandi stjórnarformaður Glitnisbanka" Þetta er ekki hægt að lesa öðru vísi en sem beina hótun!

Úr pósti frá Einari Ólafssyni til Lárusar Welding: "Mér finnst hinn góði eigandi okkar aðeins setja þig í erfiða stöðu með þessum mail. Goldsmith er t.d. virði 1,5 en ekki 4 osfrv. En ég geri allt sem þú segir mér að gera".  Þarna er starfsmaður bankans að benda á vitleysuna, en segist samt ætla ætla að gera eins og honum er sagt. Væntanlega hafa kaupaukarnir vegið hærra en hagur bankans.

Úr öðrum pósti frá Einari til Lárusar: "Verð að viðurkenna að ég skil ekki af hverju við lánum ekki bara Pálma tvo milljarða til að koma fyrir á Cayman áður en hann fer á hausinn. Í stað þess að fara alla þessa Goldsmith æfingu". Þetta er með ólíkindum. Að lána manni peninga til að skjóta undan áður en hann fer á hausinn, vitandi að þeir fáist ekki aftur. Hverskonar bankastarfsemi er þetta? Þessi bankastarfsmaður er búinn að vera að vinna í bankanum til þessa dags!

Þetta segir manni að þessir menn vissu alveg upp á hár hvað var að ske, bankinn var að hrynja og því eina hugsunin að koma eins miklum peningum undan og hægt væri. Tæma bankann innanfrá og koma peningunum fyrir á öruggum stað.

Varla hafa þessir póstar verið að koma fram í dagsljósið núna, væntanlega eru þeir búnir að vera á borðum skilanefndar um langan tíma. Hvers vegna í ósköpunum er því ekki löngu búið að taka á þessu máli? Hvers vegna fær starfsmaður bankans að vinna áfram í bankanum eftir að ljóst er að hann gerist brotlegur? Hvers vegna var þetta ekki opinberað áður en Jóni Ásgeir og hanns slekti var fært á silfurfati 365 og Hagar.

Eru skilanefndirnar kannski að vinna  "the bonus way"?


mbl.is Lárus fékk bein fyrirmæli frá Jóni Ásgeiri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einar Örn er löngu hættur í Íslandsbanka, hann er nú forstjóri Skeljungs. http://skeljungur.is/Um-Skeljung/Stjorn--Skipurit

Áhorfandi (IP-tala skráð) 8.4.2010 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband