Ja hérna, hvernig endar þetta?

Hverjar eru forsemdurnar? Hvers vegna spyr fréttamaðurinn ekki að því?

Ekki er það vegna hækkana erlendis, heimsmarkaðsverð hefur farið lækkandi undanfarið. Ekki er það vegna gengisþróunnar, gengi krónunar hefur verið að styrkjast.

Í lok fréttarinnar er talað um að hlutur ríkisins sé nú um 100 - 110 krónur á líterinn. Er einhver breyting þar? Er ríkið að hækka sínar álögur? Það kemur ekki fram, ef svo er ekki þá eru olíufélögin að taka þessa hækkun í sinn vasa.

 


mbl.is Olís hækkar eldsneytisverð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta endar þannig að ég legg bílnum og nota hjólið í allar mínar ferðir. Spara pening og bæti heilsu.

Þetta bensínokur er það besta sem hefur gerst :)

Einar (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 14:37

2 Smámynd: Kristvin Guðmundsson

Þetta er bara en ein endaþjöppun núverandi ríkisstjórnar og olíufélganna.

Kristvin Guðmundsson, 18.3.2010 kl. 14:53

3 identicon

Ég seldi drusluna fyrir tæpu ári. Hef farið með strætó síðan og á alltaf afgang um hver mánaðarmót. Hef lét um 20 kg. Mæli með þessari aðferð.

Edda Björk Ármannsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:07

4 identicon

Ég var að koma frá Kanari þar er líterinn á bensíni 0,86 € um 148 kr á dælu?????

Maggi (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:20

5 identicon

Flott hjá þér Maggi.

1L í UK kostar 222kr

J.M (IP-tala skráð) 18.3.2010 kl. 15:36

6 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Málið er að það mótmælir engin, og þessi olíumafía kemst upp með hvað sem er, það er gott og blessað að selja bílinn og fá sér hjól, það eru bara ekki allir sem geta það. það þarf að mótmæla þessu, t.d. með að hætta að versla smávöru á bensínstöðum, leggja bílum fyrir framan olíustöðvar, og leggjast á flautuna, hætta að kaupa bensín hjá stærstu olíufélögunum, það virkaði síðast.

Sigurveig Eysteins, 18.3.2010 kl. 16:45

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Nú er það svo að margir búa annarstaðar en á Reykjavíkur svæðinu. Þetta fólk á því ekki kost á að ferðast með strætó. Vegalengdir eru líka þannig að ekki er hægt að hjóla, jafnvel þó manni veitti ekki af.

Sjálfur þarf ég að fara tæpa 40 km í vinnu, verð að skaffa bíl og bensín.

Það er ekkert sem ég get gert annað en að nöldra yfir þessu. Það yrði sennilega svolítið hjáróma mótmæli ef ég færi að flauta við bensínstöðina, og færi síðan út til að dæla á bílinn. 

Því miður er margt fólk sem er ver statt en ég, lengra til vinnu og allrar þjónustu.

Gunnar Heiðarsson, 18.3.2010 kl. 17:09

8 Smámynd: Sigurveig Eysteins

Ég skrifaði við olíustöðvar, þar á ég við höfuðstöðvar olíufélaganna t.d úti á Granda, og það væri vonlaust að þú færir ein að mótmæla, það verða að vera margir sem taka sig saman og fara á staðinn, og að lokum þá er ég ein að þessum sem þarf að fara langar leiðir á hverjum degi og það er vonlaust fyrir mig að notast við strætó, tæki 4. strætisvagna og ferðalag í þeim og bið upp í 5. tíma á dag.

Sigurveig Eysteins, 18.3.2010 kl. 18:00

9 identicon

Hvenær ætlar fólk að átta sig á að bensín er að hækka um allann heim um þessar mundir. Allt tal um hversu mikið þetta og hitt kostar í íslenskum krónum er ekkert að marka, þegar um er að ræða jafn lítíls virtann gjaldmiðil. Það er einfaldlega erfit að búa á Íslandi núna og það verður mikið verra áður enn það batnar.

Aron (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband