Vanhæf nefnd

Er rannsóknarnefndin ekki búin að gera skýrsluna ómerka?

Hvers vegna er 12 einstaklingum gefinn kostur á athugasemdum? Fjallar skýrslan bara um 12 einstaklinga? Ef ekki, er nefndin þá ekki búin að brjóta á hinum?

Hvort heldur sem er, þá er nefndin búin að klúðra málum þannig að skýrslan er marklaus. Það er að segja ef eitthvað er í henni á annað borð.

Það er engin rök fyrir því að leyfa 12 einstaklingum að koma með andsvar. Nefndin átti ekki að taka til sekt eða sakar, hún átti eingöngu að fjalla um aðdraganda og orsök hrunsins.

Það læðist að manni sá grunur að nefndin þori ekki að leggja skýrsluna fram, þá væntanleg vegna þess að þá kemur í ljós vanhæfi hennar.


mbl.is Skýrslunni enn frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvar annarstaðar geta menn komið með andsvar við ákæru áður en hún er gefin út. ???? Er ekki eðlilegra að menn mótmæli eftir að sök er borin á mann??

Steini (IP-tala skráð) 26.2.2010 kl. 22:39

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þá ætti að leyfa öllum þeim sem fjallað er um í skýrslunni að koma með andsvar.

Það er ákaflega ótrúlegt að einungis 12 menn eigi sök á hruninu.

Gunnar Heiðarsson, 26.2.2010 kl. 23:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband