Standið nú í lappirnar og vinnið fyrir kaupinu ykkar

Það er sjálfsagt að skoða þetta, það á aldrei að skella á viðsemjendur sína. En bíðum við, hverjir eru viðsemjendur Hollendinga, stjórnin sprungin og hvað þá.

Sigmundur Davíð hefur verið fastur á sinni skoðun varðandi Icesave frá upphafi. Eftir að forseti vor vísaði lögunum til þjóðarinnar komumst við heldur betur í heimspressuna. Og merkilegt nokk, viðbrögðin komu heldur betur á óvart, Sigmundur Davíð hafði þá haft töluvert til síns máls. Jafnvel þeir sem töldu að ekki ætti að borga allann pakkann urðu hissa. Stjórnin og hennar fylgifiskar urðu að sjálfsögðu fúl, ráðherrar sögðu ýmislegt um forsetann sem þeir hefðu átt að sleppa, sjálfra síns vegna.

Stjórnin er búin að halda því fram á öllum stigum þessa máls að ef ekki yrði gengið að því sem heimsvaldastefnuríkin vija, þá fari allt í kalda kol hjá okkur. Þessar fullyrðingar hafa aldrei staðist. Það getur vel verið að hægt sé að rökstyðja að ýmis mál væru lengra komin ef við hefðum samþykkt þessa afarkosti fyrr, en það er örugglega auðveldara að rökstyðja hið gagnstæða.

Það versnar varla ástandið, hrægammarnir hjá AGS eru farnir að gefa eftir, að minnsta kosti í orði, gagnvart því að ljúka þurfi þessu máli. Það er líka erfitt fyrir þá að rökstyðja þessa tengingu fyrir aðildarþjóðum sínum.

Við eigum að halda viðræðunum áfram en alls ekki að samþykkja neitt sem er óafturkræft. 


mbl.is Vill skoða tilboðið betur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Björn Guðjónsson

Bjarni og Sigmundur eru bara hugsa um að stöðva rannsóknarskyrsluna og koma ríkisstjórninni frá . Ekkert annað er í huga þeirra. Ætla ser atkvæði út á þetta. Báðir óhæfir menn.

Árni Björn Guðjónsson, 20.2.2010 kl. 22:54

2 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Ég held að Bjarni og Sigmundur hafi ekki sérstakar áhyggjur af skýrslunni. Það vita flestir að út úr henni kemur lítið og það litla sem kemur verður ritskoðað af þingmannanefnd.

Það eru margir óhæfir menn á þingi, of margir til að hægt sé að taka einhverja tvo út og nafngreina þá. Það væri fljótlegra að telja upp þá sem eru hæfir.  

Gunnar Heiðarsson, 20.2.2010 kl. 23:48

3 identicon

Alveg er ég sammála Gunnari

ingi (IP-tala skráð) 21.2.2010 kl. 01:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband