Fjallið tók sótt og lítil mús fæddist

Kjötfjallið svokallaða er bara lítil þúfa. Í lítilli frétt á vefmiðli ruv, þann 25 ágúst, fyrir fjórum dögum síðan, er athyglisvert viðtal fréttamanns við forsvarsmenn afurðastöðva. Ekki fylgdi fréttamaðurinn þessari frétt eftir, ekki var hún flutt á ljósvakamiðlum ruv og enginn annar fréttamiðill hefur séð ástæðu til að skoða þessa frétt nánar.

Í þessari frétt kom fram að byrgðir af lambakjöti eru næsta litlar, talið að um 5-600 tonn muni verða til við upphaf sláturtíðar, eða sem nemur eins mánaða byrgðum. Það kom einnig fram að þessir forsvarsmenn telji það vera eðlilegar byrgðir, svipaðar og verið hafa um langt skeið.

Það kemur einnig fram að byrðaaukning frá því í fyrra samsvarar innan við 10 daga neyslu. Hjá flestum eru lambahryggir upp ornir, sumar afurðastöðvar hafa einnig klárað lambalærin en eitthvað af frampörtum enn til hjá flestum.

Það er sem sagt ekki neitt kjötfjall til, einungis örlitlar byrgðir af því kjöti sem síst selst en skortur á hinu sem vinsælla er, að sögn forsvarsmanna afurðastöðva.

Þetta skítur nokkuð skökku við, þar sem afurðastöðvar hafa boðað allt að 35% verðlækkun til bænda, auk lengingu á útgreiðslutíma. Ástæðan var sögð mikil byrðaaukning á lambakjöti!

Hvernig stendur á því að enginn veitir þessari frétt athygli? Hvar eru ráðamenn? Hvar er forusta bænda?

Rétt er að taka fram að þetta eru svör forsvarsmanna afurðastöðva til fréttamanns. Þetta er ekki byrðatalnig, einungis orð forsvarsmannanna. Byrgðir gætu allt eins verið mun minni. Reyndar má frekar gera ráð fyrir að svo sé, þar sem afurðastöðvar hafa skert heimtökurétt bænda enn frekar og bendir það til kjötskorts frekar en byrðasöfnunnar!

Legið er á stjórnvöldum að grípa inní þann vanda sem bændur standa frammi fyrir, enda útilokað að þeir geti tekið á sig 35% launalækkun nú, eftir 10% launalækkun á síðasta ári. Ætti þá ekki að vera fyrsta verk stjórnvalda að fá staðfestingu á hver vandinn virkilega er? Hvernig er hægt að leysa vanda sem ekki hefur verið skilgreindur og staðfestur? Það liggur nú ljóst fyrir, eftir svör forsvarsmanna afurðastöðva til fréttamanns, að vandinn liggur ekki í offramleiðslu á lambakjöti. Hver er vandinn þá?

Að leysa vanda á röngum forsendum er rétt eins og pissa í skó sinn. Vandinn mun standa eftir og nýr vandi verður til.

Krafa stjórnvalda um 20% skerðingu sauðfjárstofnsins er því arfavitlaus og beinlínis hættuleg. Það mun ekki leysa vanda afurðastöðva heldur auka hann. Það mun setja sauðfjárbændur í áður óþekktan vanda og sveitir landsins í uppnám.

Ég er nú svo saklaus að ég hélt virkilega, eftir að þessi frétt var birt, að allir fjölmiðlar færu á flug. Ég hélt líka að landbúnaðarráðherra myndi strax senda skipun um byrðatalningu hjá afurðastöðvum. Veglegt verkefni fyrir MAST, þeir gera þá ekkert af sér á meðan.

Fyrst og fremst hélt ég að forsvarsmenn bænda myndu láta heyra í sér og krefjast þess að málið yrðu skoðað í kjölinn. Það eru jú bændur sem eiga að taka á sig skellinn!!

 

 

 


Bloggfærslur 29. ágúst 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband