Hvað má nota 45 milljarða ?

Ef allir hrægammasjóðir kaupa evrur af seðlabankanum fyrir þær krónur sem þeir eiga hér á landi, munu þeir græða heila 45 milljarða, miðað við það tilboð sem þeim stóð til handa á síðasta ári. Þetta er vel yfir tuttugu prósent ávöxtun á nokkrum mánuðum! Geri aðrir betur!

Þessir auka 45 milljarðar flytjast beint úr landi og munu því ekki skila neinum arði fyrir þjóðarbúið, meiri líkur á að áhrif þess verði aukið fall krónunnar og óstöðugleiki í hagkerfi okkar.

En hvað hefðum við getað gert við þessa 45 milljarða?

Til að ríkisstjórnin geti farið að lögum varðandi samgönguáætlun, vantar um 10 milljarða króna.

Svo aldraðir og öryrkjar nái að lifa mannsæmandi lífi þarf um 11 milljarða króna.

Þarna væru farnir 21 milljarður, eða sama fé og nú þegar er staðfest að hrægammasjóðir fá aukreitis. Eftir eru þá 24 milljarðar, ef aðrir hrægammasjóðir hoppa á vagninn.

Vel mætti hugsa sér að um helmingur þess fjár yrði nýttur sem aukaframlag til reksturs heilbrigðiskerfisins um land allt, veitir sannarlega ekki af. Hinn helminginn mætti síðan nýta til fyrstu framkvæmda við nýtt og betra landssjúkrahús, á nýjum og betri stað.

En það er annars til lítils að velta því fyrir sér hvað væri hægt að nota þessa 45 milljarða, Viðreisn og Björt framtíð hafa fært hrægammasjóðunum þessa peninga á silfurfati og reist þá veglega við svo framtíð þeirra er björt!!


mbl.is Veðmál vogunarsjóðanna gekk upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. mars 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband