Úrsögn úr EES

Það er ljóst að ný ríkistjórn þarf að bregðast við dómi EFTA dómstólsins. Niðurstaðan er óviðunandi og vekur upp spurningar um hvort viljaleysi núverandi landbúnaðarráðherra eigi sõk á hvernig komið er, hvort slegið var slöku í málsvõrninni. Það leyndi sér ekki gleði hennar yfir dómnum, í fréttamiðlum.

Nú þekki ég ekki hvort hægt er að áfrýja dómum þessa dómstóls. Ef þetta er endanlegur dómur, er einungis eitt úrræði eftir, úrsögn úr EES.

Ef þessi dómur stendur, er ljóst að forsendur veru okkar í EES eru brostnar. Þegar sá samningur var samþykktur af Alþingi var fullyrt að í engu væri verið að hefta sjálfstæði þjóðarinnar. Þegar svo er komið að við ráðum ekki lengur hvað við flytjum til landsins, ráðum ekki hvort við setjum lýðheilsu ofar gróðabraski verslunar, er ljóst að við eigum ekki lengur erindi innan EES.


mbl.is Sérstaðan tapast með bakteríunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 15. nóvember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband