Að kjósa með hjartanu

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hvetur fólk til að kjósa með hjartanu. Ég ætla sannarlega að vona að sem flestir geri slíkt, að þeir mæti á kjörstað og kjósi það framboð sem stendur hjarta þeirra næst. Annað væri út í hött.

Það er því undarlegt að sami þingmaður stingur upp á því að gefa kjósendum "annan kost", þ.e. að kjósa einnig eitthvað annað framboð, ekki það sem stendur næst hjarta þeirra.

Vandinn liggur ekki í hvort kjósendur hafi eitt eða tvö atkvæði, þegar þeir mæta á kjörstað, hvort þeir geti bæði kosið með hjartanu og einnig eitthvað annað. Vandinn liggur í hversu mörg framboð eru í boði. Þegar svo er má alltaf búast við hárri hlutfallstölu "ónýtra atkvæða". Hvort þetta er gott eða slæmt fyrir lýðræðið má alltaf deila um, fjöldi framboða sýnir sannarlega að fjöldi fólks er tilbúið til að þjóna þjóðinni. Á móti kemur að fjöldi "ónýtra atkvæða" verður meiri.

Þeir sem velja að færa sitt atkvæði þeim framboðum sem minnstu möguleikana hafa, gera slíkt væntanlega af því að þeir telja þau framboð, málefni þeirra og frambjóðendur, liggja næst sínu hjarta. Hvert seinna atkvæði þessara kjósenda fer er útilokað að segja til um, en líklega færi það til einhvers annars framboðs sem litla möguleika á.

Þarf þá ekki að bæta þriðja atkvæðinu á hvern kjósanda, jafnvel því fjórða eða fimmta?!


mbl.is Kjósendur fái kost númer tvö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 6. október 2016

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband