Kosningadagur

Það var nokkuð merkileg útsending fréttastofu rúv í gærkvöldi, kvöldið fyrir kjördag. Ekki hægt að tala um að hún hafi verið hefðbundin.

Kannski kom mest á óvart að þáttastjórnendur ætluðu að hefja þessa útsendingu á myndun ríkisstjórnar. Nokkuð merkilegt, þar sem kjósendur eru jú ekki búnir að kjósa! Að sjálfsögðu var einungis ein ríkisstjórn í huga stjórnenda þáttarins, vinstri stjórn undir forsæti Kötu Jak.

Tveir formenn báru af öðrum, fyrir kurteisi og faglega framkomu. Fluttu mál sitt af festu og öryggi. Það voru Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð. Aðrir voru æstir og á stundum langt úr jafnvægi. Bjarni var einnig í þokkalegu jafnvægi, þó hann hafi þurft að sýna nokkra ákveðni um tíma.

Logi var eins og hani á haug, grípandi frammí og missti stjórn á skapi sínu. Eldar brenna oft glatt en lognast síðan útaf. Stutt kosningabarátta mun hugsanlega verða Samfó til bjargar.

Kata Jak. krafðist þess að fá að útskýra hvaðan hún ætlaði að sækja 50 milljarðana, sem flokkur hennar hefur lofað. Og að sjálfsögðu fékk hún leifi þáttastjórnenda til að tala lengi um það mál. Þrátt fyrir langa og orðfagra ræðu, kom ekkert nýtt frá henni um hvert þetta fé skuli sótt. Sömu loðnu útskýringarnar og áður, hækkun skatta án þess að hækka skatt og þar fram eftir götum. Algjörlega óútskýrt!

Í sambærilegum þætti, vorið 2009, spurðu þáttastjórnendur þáverandi formann VG um afstöðu til umsóknar að ESB. Svar hans var skýrt og svikin tveim dögum síðar, enn skýrari. Það var því snjallt af Bjarna Ben, þegar séð var að þáttastjórnendur nú ætluðu ekki að spyrja núverandi formann VG sömu spurningar, að kasta henni fram. Auðvitað vafðist svarið nokkuð fyrir Kötu, en eftir nokkuð jaml og orðskrúð var svar hennar á svipaða lund og forverans, þó ekki alveg jafn afgerandi. VG er víst enn á móti inngöngu í ESB, eða þannig sko. Hvers vegna ætti að treysta núverandi formanni betur en forveranum?! Í ljósi fréttar fyrir fáeinum dögum síðan, á maður erfitt með að trúa og treysta þessum formanni.

Það er annars merkilegt að fyrir kosningar finnast alltaf einhverjir "faldir" peningar. Kannski er rétt að stytta bara kjörtímabilið í eitt ár. Þá væri sennilega alltaf til nægt fé til hinna ýmsu verka. Reyndar var ekki fyrr en hið nýja framboð Miðflokksins var boðað sem aðrir flokkar fóru að tala um að sækja mætti fé til bankanna, fé sem enginn sá meðan þing starfaði í vetur og fé sem ekki virtist vera til þegar fjárlagafrumvarpi fyrir næsta ár var lagt fram, fyrir nokkrum dögum síðan.

Það er auðvitað gott að stjórnmálamenn allra flokka skuli vera farnir að átta sig á gífurlegri auðsöfnun bankanna. Hvaðan ætli það fé sé tilkomið? Kannski úr vösum kjósenda, gegnum hávaxtastefnu Seðlabankans að ógleymdri hinni "dásamlegu" verðtryggingu?

Reyndar gleyma allir flokkar nema einn að þetta fé verður einungis sótt til tveggja banka, að óbreyttu. Auðsöfnun þriðja bankans mun flytjast úr landi, í vasa eigenda vogunarsjóða.

Ég veit hvað ég ætla að kjósa!

 


mbl.is „Geturðu aðeins haldið þér rólegum?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrst og fremst kosið um sjálfstæði þjóðarinnar

Skattpíning og skortur á íbúðahúsnæði mun auðvitað verða ofarlega í hug kjósenda. Því ættu vinstri flokkarnir að verða útundan, skattstefna þeirra er kunn og verk þeirra flokka í borginni sýna að þeir ráða ekki við að leysa húsnæðisvandann.

Fyrst og fremst ættu kjósendur þó að skoða hug sinn til sjálfstæðis landsins okkar. Samfylking, Píratar og Viðreisn eru allir með opinbera stefnu um inngöngu í ESB og nú hefur formaður VG opnað á þá leið afsals sjálfstæðisins. Þeir sem kjósa einhvern þessara fjóra flokka, verða að gera sér grein fyrir því að þeir eru að kjósa um inngöngu í ESB og breytingu á stjórnarskrá svo það megi verða.

Þeim sem annt er um sjálfstæði landsins kjósa því einhvern annan flokk en þennan kvartett ESB flokka!

Það sem öðru fremur klauf þjóðina í tvær fylkingar, árin 2009 - 2013, var umsókn Samfylkingar, með fylgi VG, að ESB. Vilja kjósendur virkilega slíkt ósamlyndi meðal þjóðarinnar?!

 


mbl.is Kosið um skatta og húsnæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ráðið

Hér varð hrun. Þetta vita auðvitað allir, þó sumir vilja kannski helst gleyma þeirri staðreynd.

Sök stjórnmálastéttarinnar í því hruni var auðvitað nokkur, fyrst og fremst í aðgerðarleysi. Í kjölfar hrunsins komu því upp raddir um að bæta stjórnmálamenningu landsins.

Fram á sjónarsviðið kom nýr stjórnmálaflokkur, Borgarahreyfingin, sem taldi sig handhafa sannleikans á þessu sviði. Í kosningunum vorið eftir náði þessi flokkur þó ekki nema um 7% fylgi kjósenda, svo varla voru landsmenn sammála þeirri leið til betrunar stjórnmálanna, sem þessi flokkur boðaði. Það fór líka svo að samstaða þeirra sem þennan flokk stofnaði var ekki meiri en svo að hann klofnaði og í næstu kosningum á eftir stofnuðu leifar þessa flokks Pírata.

Það varð hins vegar mikil breyting á stjórnmálum eftir hrun. Haldin voru pólitísk réttarhöld, öllum þeim til skammar sem að stóðu. Sök sem mátti rekja fyrst og fremst til sakleysislegs hugsanaháttar og vantrú á að hér á landi gæti þrifist slík glæpastarfsemi sem bankarnir stunduðu fyrir hrun, varð allt í einu að persónulegri sök sumra þingmanna. Allt frá hruni hafa sumir stjórnmálaflokkar lifað á þessum dylgjum og gera enn. Þar eru Píratar ekki einir.

Eftir að þjóðin hafnaði afturhaldsstefnu vinstriflokkanna, vorið 2013, hafa þessar raddir verið mjög háværar og síðustu tvö ár keyrt um þverbak. Í stað þess að ráðast gegn þeim sem voru í valdastöðum stjórnmálanna, fyrir hrun, eins og gert var fyrstu árin eftir hrun, var nú markvisst ráðist gegn ákveðnum persónum. Þar var miskunnarlaust beitt brögðum sem jafnvel hörðustu bankaræningjar okkar fyrir hrun, hefðu blygðast sín fyrir. Fjölmiðlar, sem fyrir hrun voru flestir á mála hjá þessum bankaræningjum, voru nú komnir í fulla vinnu hjá þeim öflum innan stjórnmálastéttarinnar sem markvisst vann að niðurrifi hennar. 

Síðustu tvö ár hefur mér meir og meir verið hugsað til lags sem okkar frábærasti þjóðlagasöngvari samdi, við texta Páls J Árdal. Þessi boðskapur Bergþóru Árnadóttur er sem lýsing þeirrar stjórnmálaumræðu sem stunduð er í dag. Þar gengur lengst sá stjórnmálaflokkur sem dóttir hennar stofnaði!

 

Sjá myndband:

RÁÐIÐ

 


mbl.is Stjórnmálin verða að breytast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Öllu snúið á haus hjá BF

Á fundi BF er því haldið fram að þörfin fyrir öflugri byggðalínu og samtengingu allra landshluta við hana sé stóriðjunni að kenna. Þvílík endemis þvæla!

Staðreyndin er sú að vegna stóriðjunnar er landið nú allt rafvætt. Við sem þjóð hefðum aldrei getað farið út í þær framkvæmdir sem þurftu til þess, hvorki virkjanaframkvæmdir né uppbyggingu flutningskerfisins, nema með samningum við stóriðjuna á sínum tíma. Það var forsenda þess að við gátum tekið lán til framkvæmdanna og það var stóriðjan sem greiddi þau lán niður. Þetta vita auðvitað allir íslendingar sem voru komnir af bleyju um miðjan sjöunda áratug síðustu aldar. Hins vegar má kannski segja að þeim börnum sem hafa vaxið úr grasi síðan til afsökunar, að sagan er ekki kennd í skólum landsins.

Rafvæðing landsins hófst af krafti strax í byrjun áttunda áratugar og lagningu byggðalínu lokið undir lok þess áratugar, eða fyrir rúmum þrem og hálfum áratug. Í framhaldinu var síðan hafist handa við tengingu allra byggðarkjarna og sveitarbæi við sjálfa orkukerfið.

Með nýrri tækni og ekki síst vegna aukinnar kröfu um rafvæðingu alls þess sem hægt er að rafvæða, en er keyrt á innfluttu eldsneyti, eykst orkunotkun landsmanna. Því er byggðalínan orðin yfirlestuð og getur ekki svarað köllum markaðarins. Er orðin barn síns tíma. Þetta og sú staðreynd að aldur línunnar er farinn að halla vel á fjórða áratuginn veldur því að byggja þarf nýja og öflugri byggðalínu. Það kemur stóriðjunni ekkert við, en hins vegar skiptir þetta sköpum um framþróun byggðar í landinu og að hægt sé að útrýma olíukynntum bræðslustöðvum.

Þá er fullyrt á þessum fundi að rafmagnstruflanir á kerfinu séu stóriðjunni að kenna og því nauðsynlegt að samtengja landið. Fyrir það fyrsta þá verður raforkukerfið alltaf lokað, hvort sem það er hringtengt eða ekki. Alltaf sama orka sem liggur í því. Því mun samtenging landshluta litlu breyta varðandi orkuhögg frá stóriðjunni. Í öðru lagi er þegar búið að vinna gegn þessum sveiflum sem stóriðjan hafði á kerfið, með uppsetningu vara í spennuvirkjum sem fóðra hana. Við minnstu sveiflu rofnar samband stóriðjuvera við kerfið og högginu þannig haldið utan kerfis. Þessari vinnu lauk fyrir nærri áratug og því sveiflur frá stóriðjunni ekki lengur vandi flutningskerfisins.

Hins vegar eru vissulega truflanir á orkukerfi okkar, einkum á Vestfjörðum og Austfjöðrum, jaðarsvæðum byggðalínunnar. Þær truflanir skapast einkum af veðurfari og þeirri staðreynd að flutningskerfið er orðið gamalt og úr sér gengið. Þetta þarf að sjálfsögðu að laga og það ekki seinna en strax.

Það er því engum blöðum um það að fletta að uppbygging raforkukerfisins er bráð nauðsynleg. Jafn nauðsynlegt er að mynda eins margar hringtengingar þess og hægt er, þannig að ef eitthvað bilar á einum stað sé hægt að halda uppi fullri þjónustu við landsmenn. Ef byggja á upp hér þjóðfélag án innflutnings á eldsneyti, er þetta frum forsenda. Um þetta deilir enginn, hins vegar deila menn um hvaða leiðir skuli farið að því markmiði að tryggja raforku um allt land, bæði landfræðilega og fjármagnslega.

Það er í sjálfu sér sjónarmið að segja að stóriðjan eigi að koma að því verki, en þá eiga menn bara að halda sig við það sjónarmið. Ekki skreyta það einhverjum tættum fjöðrum! Ekki halda uppi málflutningi sem ekki stenst skoðun smábarns!

 


mbl.is Stóriðjan beri kostnaðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Drottningarviðtal við nýjan formann Viðreisnar á ruv

Er ég ók eftir þjóðveginum í morgun, á leið heim frá vinnu, hlustaði ég á drottningarviðtal við nýsettan formann Viðreisnar, á ruv. Þetta var nokkuð undarlegt viðtal, þar sem spyrlar stungu inn einni og einni spurningu, svona eins og eftir pöntun viðmælandans, sem síðan fékk að úttala sig í mörgum orðum, óáreitt. Kannski ný vinnubrögð fréttastofunnar, en líklegra þó að þarna hafi pólitískar skoðanir spyrjenda fallið nær viðmælandanum en stundum áður.

Ekki kom á óvart hve formaðurinn var kokhraustur, enda það hennar aðalsmerki. Jafnvel svo að sumir hefðu jafnvel talið að um hroka væri að ræða, ef viðmælandi hefði verið annar. Hins vegar kom á óvart að nýi formaðurinn virðist ætla að skreyta sig með stolnum fjöðrum og jafnvel grípa til lyga, þann stutta tíma sem eftir er til kosninga. Kannski falla nægjanlega margir kjósendur fyrir slíkri framkomu, til að flokkurinn ná að komast yfir 5% markið, þó ég hafi meiri trú á þeim til að sjá í gegnum plottið.

Formaðurinn sagðist ánægður með hversu duglegur flokkur hennar var þá átta mánuði sem hann var við stjórnvölinn, að koma fram sínum stefnumálum. Og það má til sanns vegar færa. Kannski ætti hún að skoða fylgisleysið út frá því, að kjósendur séu einfaldlega ekki á þeirri stefnu sem hennar flokkur stendur fyrir! Verra var að hún vildi skreyta sinn flokk þeim fjöðrum sem fyrri ríkisstjórnir höfðu afrekað.

Tvenn stórmál þurfti hinn nýi formaður að glíma við í sinni stutt ráðherratíð. Sjómannaverkfallið og vanda bænda.

Allir ættu að mun hvernig ráðherrann tók á sjómannaverkfallinu. Hún gerði akkúrat ekki neitt! og nú hælir hún sér af því. Það er magnað að hæla sér af verkleysi! Ekki er ég viss um að sjómenn séu henni þakklátir og víst er að smærri útgerðir standa hallari fæti eftir þau málalok.

Vandi bænda er stór, mjög stór. Ef fer sem horfir mun verða hrun í sauðfjárbúskap í landinu. Ráðherra hefur haft marga mánuði til að leysa þann vanda, en sem fyrr er hennar aðferð að gera ekki neitt! Hún fullyrti í viðtalinu að "margir" bændur hefðu haft samband við sig til að lýsa ánægju sinni á verkum hennar. Ég verð nú að segja að enn hef ég ekki heyrt einn einasta bónda þakka henni aðgerðarleysið og þekki ég nokkuð marga. Hins vegar verða þeir mis brjálaðir þegar maður nefnir nafn hennar, þeir hæversku láta nægja að bölva, meðan aðrir umturnast af reiði, réttlátri reiði!

Ráðherrann segir að sitt sé hvað, bændur og bændaforusta og að bændur séu alls ekki sáttir við forustu sína. Reyndar er bændaforustan bændur, svo erfitt er að fullyrða að þarna sé um sitt hvorn hópinn að ræða. Hitt er að hluta rétt hjá henni, að margir bændur eru ekki sáttir við forustu sína. Telja hana hafa gengið of langt í eftirlátssemi við ráðherrann og látið henni eftir að stjórna aðgerðarleysinu, allt of lengi.

Þá kennir ráðherra bændaforustunni um að það aðgerðarplan sem hún svo að lokum boðaði, væri svo arfa vitlaust. Að forusta bænda hefðu kallað eftir breytingum sem hún hafi gengið að, með þeim árangri að þessi aðgerðaráætlun hefði lagt sauðfjárbúskap af í landinu, á örfáum árum. Þvílíkt bull, þvílíkar lygar sem ráðherrann og formaðurinn setur þarna fram!!

Staðreyndin er hins vegar sú að ráðherrann, ásamt sínum nánustu samstarfsmönnum, sömdu þetta skjal. Ekki var haft samráð við það fólk innan ráðuneytisins, sem besta þekkingu höfðu á málinu, nema til þess eins að túlka orð sem ráðherrann og hennar fólk ekki skyldi, varðandi landbúnað. Bændaforustan gerði sitt til að reyna að koma ráðherranum í skilning um hvernig landbúnaður virkar, en það var eins og að tala við stein.

Forsendurnar sem hún ákvað að nota voru rangar. Talaði sífellt um offramleiðslu, þó staðreyndir segi annað. Talaði um nauðsyn endurskoðunar búvörusamnings, þrátt fyrir að ákvæði um slíka endurskoðun væri til staðar og vinna við hana hafin fyrir löngu síðan. Hefði átt að vera henni í fersku mynni, þar sem hennar fyrsta verk í ráðherrastól var að endurskipa þá endurskoðunarnefnd, í andstöðu við bændur.

Síðasta afrek ráðherra var svo að skipa nýja verðlagsnefnd um afurðir kúabænda. Þar tókst hanni að ná kúabændum gegn sér, með því að skipa þann mann sem mest hefur skrifað gegn bændum í gegnum tíðina, mann sem margoft hefur verið uppvís að hreinum lygum í sínum skrifum gegn bændum.

Staðreyndin er einföld. Allar aðgerðir Viðreisnar miða að einu, aðild að ESB, enda þeirra stefna að komast þangað inn. Og eins og hinn nýi formaður sagði, þá hefur flokknum tekist nokkuð vel að koma fram sínum stefnumálum. Hins vegar hrynur fylgið af flokknum og segir það þá einu sögu að kjósendur eru ekki á sömu línu og Viðreisn.

Þetta vill hinn nýi formaður ekki skilja. Kannski telur hún að afskrifa megi fylgistap á svipaðan hátt og kúlulán.


mbl.is Augljóst að þrýst hafi verið á Benedikt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Úr öskunni í eldinn

Flokkur sem selur sig flokk stöðugleika og lýðræðis er ekki að sýna í verka þann málstað.

Hlaupið er eftir skoðanakönnunum, skipt út formanni án aðkomu flokksfélaga og gengið framhjá réttkjörnum varaformanni. Ekki beinlínis merki um stöðuleika eða ást á lýðræði!

Svokallað ráðgjafaráð hefur nú sett Benna af sem formann, kannski fyrst og fremst vegna ummæla um að stjórnarslit hafi kannski verið ótímabær. Útskýringar Benna, um fylgisleysi, eru ekki trúverðugar. ÞAð væri viðurkenning á algerum aumingjaskap af hans hálfu.

Eins og flestir muna varð mikil gremja innan þessa svokallaða ráðgjafaráðs Viðreisnar yfir að BF skyldi verða á undan að slíta stjórnarsamstarfinu. Það var því ekki við öðru að búast, af þessu ráði en að Benni yrði að víkja, eftir sín ummæli um ótímabær stjórnarslit. Auðvitað kom ekki til greina að skipa Steina í embættið og einhverra hluta vildi ráðið ekki að réttkjörinn varaformaður tæki við. Ein var þó sem allan tíman hefur verið sammála ráðinu og það var Þorgerður Katrín. Hún fékk því blessun ráðsins.

En hvað er þetta blessað ráðgjafaráð? Var það kosið eða sjálfskipað? Ekki er hægt að finna hverjir skipa það né hversu mannmargt það ráð er. Þó fylgi flokksins sé lítið er varla hægt að segja að þetta svokallaða ráð sé meirihluti þess. Eða hvað?

Að skipa skipa ÞKG í formannstól flokksins er sannarlega farið úr öskunni í eldinn. Það hljómar vissulega í takt við stefnu flokksins, en eins og kjósendur vita er hún ein; að komast inn í brennandi hús ESB.

Kannski dreymir ÞKG um að verða fjármálaráðherra. Efnahagsleg stjórn hennar yrði þá væntanlega á þann veg að útdeila miklu fé og taka síðan kúlulán fyrir útgjöldunum. Fólk getur síðan ímyndað sér hvernig hún hugsar sér að greiða það lán!

 


mbl.is Þorgerður Katrín nýr formaður
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tvöföld hamingja

Afturkoma Jóns Gnarr í Íslensk stjórnmál er tvöföld hamingja fyrir landsmenn.

Hann hefur þegar hafið vinnu við að rústa báðum deildum Samfylkingar, sem er auðvitað happ fyrir þjóðina.

Og svo geta landsmenn aftur farið að hlusta á rás2 á laugardögum, eftir að hinn sjálfhverfi þáttur hans hefur verið tekinn af dagskrá.


mbl.is Jón Gnarr hjólar í Bjarta framtíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hélt við værum laus við þessa konu úr stjórnmálum

Birgitta segist ekki sækjast eftir ráðherrastóli, en "mun hugsa það" ef til hennar verður leytað! Og ég sem hélt að við værum loks laus við hana af stjórnmálasviðinu.

Það er frekar mikill hroki í sumum í vinstra liðinu, telur sigurinn í höfn þó enn séu tæpar þrjár vikur til kosninga.

Logi hóf stjórnarmyndunarviðræður í fyrsta þætti ruv þar sem fulltrúar stjórnmálaflokkanna mættust og nú er Birgitta farin að bera víur í ráðherrastól.

Það væri svo sem ágætt, ef kosningarnar fara svo að vinstriflokkar mynda ríkisstjórn, að fá þennan uppgjafaþingmann í ráðherrastól. Þá fáum við væntanlega að kjósa aftur enn fyrr en nú, jafnvel strax í vor!!


mbl.is Sækist ekki eftir ráðherrastól
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enginn einstklingur stærri en flokkurinn, nema auðvitað Þórólfur

Sigurður Ingi ætti kannski að skoða sín eigin orð í dag, þegar fjöldi fólks er að yfirgefa Framsókn. Varla getur hann talið sig stærri en flokkinn?

Það er annars magnað hvernig formaður Framsóknar tekur á þeim hörmungum sem yfir flokkinn dynja, þessa daga. Nú þykist hann hafa hlustað á grasrótina, þegar hann bauð sig gegn SDG, til formanns. Hann þykist ekkert kannast við neitt baktjaldamakk innan Framsóknar!

SIJ bauð sig fram til formanns vegna áskoranna að norðan. Um þetta var ekkert deilt í fyrra, þó menn reyni að halda öðru fram í dag. Með því að taka þeirri áskorun sveik hann þáverandi formann flokksins og stóran hluta kjósenda. Þau svik vega sennilega stærst meðal þeirra sem nú yfirgefa Framsókn. Þessu til viðbótar þá hefur SIJ ekki staðið sig í starfi formanns, ekki unnið að sáttum innan flokks, enda ekki með slíka heimild frá "æðstu stjórn" flokksins.

Að SIJ skuli ekki telja neitt baktjaldamakk innan Framsóknar, má sennilega skýra með því að hann er "réttu" megin við baktjaldamennina. Það hafa nú þegar allt of margir félagar flokksins yfirgefið hann, félagar úr ábyrgðastöðum. Of margir tala um baktjaldamakk til að hægt sé að skella skollaeyrum gegn því. Að SIJ skuli ekki kannast við það baktjaldamakk, segir kannski meira en nokkuð annað um hversu óhæfur stjórnandi hann er.

Sigurður Ingi Jóhannesson er sjálfsagt ágætis maður, um það efast ég ekki. En hann er enginn leiðtogi. Leiðtogar láta ekki einhverja fámenn klíku stjórna sér, norðan úr Skagafirði!


mbl.is Enginn einstaklingur stærri en flokkurinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hlægilegt

Það er ekki annað hægt en að hlægja að þessu. Heldur fólk virkilega að Brynhildur Pétursdóttir verði betri framkvæmdastjóri en Ólafur Arnarson?!

Þeir sem ekki vilja breytingar, ekki vilja framfarir, eiga svo sem ekki betra skilið! 

Við neytendur höfum svo sem lítið um það að segja hvernig þessum öfugmæla "samtökum" er stjórnað. Víst er að varsla þeirra fyrir neytendur mun ekki aukast við þessa ráðningu og var ekki úr háum söðli að detta!

 


mbl.is Brynhildur framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband