Að sjálfsögðu bíða þeir og vona

Auðvitað bíða hrægammarnir í ofvæni eftir nýrri vinstristjórn hér á landi. Kynni þeirra af íslenskri vinstristjórn veitir þeim enn von.

Síðasta ríkisstjórn, hin fyrsta tæra vinstristjórn á Íslandi, var erlendu hrægömmunum gjafmild og góð. Gaf þeim banka í bunkum og tryggði að þeir bankar gæti mergsogið íslenskan almenning.

Og auðvita ætla landsmenn að kjósa þetta fólk aftur yfir sig, vill endilega strita sem mest í þágu erlendra hrægammasjóða!

Var einhver að tala um Stokkhólmsheilkennið?!


mbl.is Erlendir krónueigendur bíða eftir kosningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kjósendur í vanda

Í stjórnmálaumræðu undanfarinna daga og vikna hefur lítið verið minnst á aðlögunarviðræður um inngöngu í ESB. Þó er ekkert málefni stærra eða hefur meiri áhrif á okkur sem þjóð, en þetta eina mál. Heilbrigðiskerfið, kjör aldraðra og öryrkja, atvinnustig eða hvaða annað málefni innan þjóðarinnar er sem hjómið eitt í samanburði við aðildarmálið.

Því miður misfórst, viljandi eða óviljandi, að draga aðildarumsóknina til baka, hjá núverandi ríkisstjórn. Það gefur nýrri stjórn möguleika á að taka upp aðlögun að nýju. Þó framkvæmdastjórn ESB hafi gefið út að ekki yrðu tekin ný ríki inn í sambandið fyrr en í fyrsta lagi eftir 2020, þá hefur þessi sama framkvæmdastjórn aldrei sagt að ekki megi stunda viðræður og aðlögun að sambandinu, þó formleg inntaka þurfi að bíða fram á næsta áratug.

Aðildarviðræður eru aðlögunarviðræður, ekki samningaviðræður. Þetta vita auðvitað allir þeir sem hafa greindarvísitölu yfir 20, ef þeir vilja vita það. En auðvitað eru margir sem ekki vilja vita þetta, eða réttara sagt, halda öðru fram gegn eigin sannfæringu, til þess eins að koma fram sínum vilja. Það breytir ekki þeirri staðreynd að í Lissabonsáttmálann er meitlað að hver sú þjóð sem vill aðild að ESB verði að undirgangast þau lög og þær reglur sem um sambandið gilda. Hægt er hins vegar að semja um hversu hratt aðlögun gengur yfir og þá hellst í minniháttar málum. Öll grunngildin þarf að samþykkja og undirgangast áður en að aðild getur orðið.

Það var af þeirri ástæðu sem viðræður milli síðustu ríkisstjórnar og ESB sigldu í strand, snemma árs 2012, tveimur og hálfu ári eftir að sótt var um aðild og 18 mánuðum eftir að viðræður hófust. Krafa ESB um að Ísland undirgengist landbúnaðar og sjávarútvegsstefnu ESB, svo viðræður gætu haldið áfram, var meira en þáverandi ríkisstjórn hafði umboð til. Því strönduðu viðræðurnar. Það var síðan um áramótin "12/"13 sem þáverandi ríkisstjórn stöðvaði viðræðurnar formlega. Ríkisstjórnin sem tók við vorið 2013 gerði í raun ekkert annað en að staðfesta strandið, en láðist að draga umsóknina formlega til baka.

Annað hvort eru menn viljugir til að ganga í ESB eða ekki. Það er ekkert til sem heitir að "kíkja í pokann" eða "leiða málið til lykta". Þeir sem þannig tala eru að slá ryki í augu fólks. Aðildarviðræður eru aðildaraðlögun. Vilji til að ganga í ESB er auðvitað sjónarmið og þeir sem þannig eru þenkjandi ættu ekkert að skammast sín fyrir það sjónarmið, ættu ekki að skammast sín fyrir sinn vilja til að færa stórann hluta allrar ákvarðanatöku þjóðarinnar til Brussel. Það er hins vegar ljótt að ljúga að kjósendum með einhverju orðagjálfri sem ekki stenst og reyna þannig að stela atkvæðum kjósenda.

Samkvæmt skoðanakönnunum eru líkur á að sjö flokkar komi mönnum á þing, í komandi kosningum. Þegar þessir flokkar eru skoðaðir kemur eftirfarandi í ljós varðandi ESB umsókn:

Sjálfstæðisflokkur er með hreina stefnu á móti aðild og eftir að hreinsun varð í flokknum má gera ráð fyrir að við þá stefnu verði staðið. Er á móti aðild.

Píratar, a.m.k. sumir þeirra, vilja hefja viðræður að nýju. Eru hlynntir aðild.

Vinstri grænir hafa ekki enn breytt sinni stefnu um að ekki eigi að sækja um aðild. Hins vegar stóð sá flokkur að aðildarumsókninni sumarið 2009 og núverandi formaður hefur gefið út að flokkurinn sé tilbúinn til áframhaldandi aðlögunar. Er hlynntur aðild.

Viðreisn var beinlínis stofnaður til að fylgja eftir aðildaraðlögun, þó forsvarsmenn flokksins vilji sem minnst um það tala nú. Er hlynntur aðild.

Framsóknarflokkur er með hreina stefnu gegn aðild að ESB. Er á móti aðild.

Samfylking hefur skilyrðislausa ást á ESB. Er hlynnt aðild.

Björt framtíð vill hefja viðræður að nýju. Er hlynnt aðild.

Þegar skoðað er fylgi þessara flokka í skoðanakönnunum, kemur í ljós að þeir tveir einu flokkar sem andvígir eru aðild hafa fylgi um þriðjungs kjósenda. Þetta er nokkuð undarlegt, þar sem nærri tveir þriðju kjósenda eru andvígir aðild, meðan einungis um einn þriðji þeirra vill aðild. Þetta segir að um þriðjungur kjósenda lendir í vanda, þegar í kjörklefann kemur.

Þeir kjósendur sem unna sjálfstæði þjóðarinnar hafa bara tvo möguleika af þeim sjö sem eru taldir upp hér fyrir ofan, Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Treysti þeir sér ekki til að láta sitt atkvæði til annars hvors þessara flokka, hafa þeir þó tvo möguleika eftir. Það er að reyna að stuðla að því að áttunda stjórnmálaaflið komi mönnum að á þingi, með því að kjósa annað hvort Þjóðfylkingu eða Alþýðufylkingu. Einungis þessir fjórir flokkar eru með einarða stefnu gegn aðild að ESB. Allir aðrir flokkar munu hefja aðlögunarferlið að nýju, hvað sem þjóðin segir og það ferli verða á þeim nótum að smámunir eins og sjávarútvegur eða landbúnaður verða ekki látið flækjast fyrir, eins og síðast!

Er það virkilega svo að þjóðin sé tilbúin til að fórna sjálfstæðinu fyrir brennandi hús?!

 


mbl.is Björt framtíð með 8,2% fylgi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Að kjósa með hjartanu

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hvetur fólk til að kjósa með hjartanu. Ég ætla sannarlega að vona að sem flestir geri slíkt, að þeir mæti á kjörstað og kjósi það framboð sem stendur hjarta þeirra næst. Annað væri út í hött.

Það er því undarlegt að sami þingmaður stingur upp á því að gefa kjósendum "annan kost", þ.e. að kjósa einnig eitthvað annað framboð, ekki það sem stendur næst hjarta þeirra.

Vandinn liggur ekki í hvort kjósendur hafi eitt eða tvö atkvæði, þegar þeir mæta á kjörstað, hvort þeir geti bæði kosið með hjartanu og einnig eitthvað annað. Vandinn liggur í hversu mörg framboð eru í boði. Þegar svo er má alltaf búast við hárri hlutfallstölu "ónýtra atkvæða". Hvort þetta er gott eða slæmt fyrir lýðræðið má alltaf deila um, fjöldi framboða sýnir sannarlega að fjöldi fólks er tilbúið til að þjóna þjóðinni. Á móti kemur að fjöldi "ónýtra atkvæða" verður meiri.

Þeir sem velja að færa sitt atkvæði þeim framboðum sem minnstu möguleikana hafa, gera slíkt væntanlega af því að þeir telja þau framboð, málefni þeirra og frambjóðendur, liggja næst sínu hjarta. Hvert seinna atkvæði þessara kjósenda fer er útilokað að segja til um, en líklega færi það til einhvers annars framboðs sem litla möguleika á.

Þarf þá ekki að bæta þriðja atkvæðinu á hvern kjósanda, jafnvel því fjórða eða fimmta?!


mbl.is Kjósendur fái kost númer tvö
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Í tilefni dagsins


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband